Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

„Það var mikið húllumhæ í kringum upptökurnar og ég held að fólk hér bíði spennt eftir myndinni. Ég hef líka væntingar um að húsvískir aukaleikarar sjáist á hvíta tjaldinu,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri í Norðurþingi.

Mikil eftirvænting er vegna frumsýningar Eurovision-myndar leikarans Wills Ferrell. Myndin nefnist Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga og verður frumsýnd á streymisveitunni Netflix 26. júní næstkomandi. Tökur á myndinni fóru að stórum hluta fram hér á landi síðla árs í fyrra. Meðal tökustaða var Húsavík og segir sveitarstjórinn að hann bindi vonir við að það skili sér í auknum áhuga ferðamanna á heimsóknum þangað í framtíðinni.

„Ég er auðvitað ekki búinn að sjá hversu stórt hlutverk bærinn leikur í myndinni en miðað við uppleggið verður það töluvert. Við munum klárlega vinna með það dæmi þegar...