Sóttkví Priti Patel innanríkisráðherra greindi frá nýju reglunum í gær.
Sóttkví Priti Patel innanríkisráðherra greindi frá nýju reglunum í gær. — AFP
Guðmundur Magnússon

[email protected]

Farþegar sem koma til Bretlands frá útlöndum þurfa frá mánaðamótunum og um ótiltekinn tíma að fara í fjórtán daga sóttkví. Innanríkisráðherrann Priti Patel greindi frá þessu í gær. Reglan gildir jafnt um breska ríkisborgara sem útlendinga.

Stjórnvöld hafa heimildir til að fylgjast með því að fólk haldi sig í sóttkvínni. Þeir sem óhlýðnast fyrirmælunum geta átt von á eitt þúsund punda sekt.

Með þessum ráðstöfunum vilja stjórnvöld koma í veg fyrir að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins skelli á landinu.

Ferðir á milli Bretlands og Norður-Írlands og Ermarsundseyjanna eru undanþegnar sóttkvínni svo og farþegar frá Írska lýðveldinu. Þá þurfa heilbrigðisstarfsmenn ekki að fara í sóttkví né heldur þeir sem annast birgðaflutninga til landsins. Örfáir aðrir eru undanþegnir reglunni. Undanþágan sem Írska lýðveldið fær hefur vakið...