fRÉTTASKÝRING Alexander Kristjánsson

[email protected]

Niðurgreiðsla á flutningskostnaði olíuvara verður bundin við viðkvæmar dreifðari byggðir, nái frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um flutningsjöfnun olíu fram að ganga.

Flutningsjöfnun fer nú fram samkvæmt lögum um jöfnun flutningskostnaðar olíuvara frá 1994, en þar er kveðið á um sérstakan flutningsjöfnunarsjóð og leggur hann svonefnt flutningsjöfnunargjald á innfluttar olíuvörur. Gjaldinu er ætlað að standa undir greiðslum til olíufélaga fyrir jöfnun flutningskostnaðar til dreifðari byggða að fullu, og deilast þær um allt land, að höfuðborgarsvæðinu og Akureyri undanskildu. Tekjur sjóðsins námu í fyrra um 400 milljónum króna og útgjöld svipaðri fjárhæð. Þar af fóru um 100 milljónir til bifreiðabensíns og 295 milljónir til gasolíu en önnur útgjöld eru óveruleg.

Verði frumvarpið samþykkt verður...