Guðni Th. Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson
Alexander Kristjánsson

[email protected]

Framboðsfrestur til forseta Íslands rann út í gær. Tveir skiluðu framboðum, Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðmundur Franklín Jónsson hagfræðingur.

Enn á eftir að yfirfara meðmæli frambjóðendanna tveggja en að sögn Hafliða Helgasonar, upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins, er þess ekki að vænta að formlegur listi yfir frambjóðendur verði birtur fyrr en eftir viku.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst engu að síður á mánudag. Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt, sem og í verslunarmiðstöðinni Smáralind. Er nær dregur kjördegi verður utankjörfundaratkvæðastöðum fjölgað, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, en að sögn Hafliða á enn eftir að ákveða hvar þeir kjörstaðir verða. Er sú ákvörðun í höndum sýslumanna. Náið samráð hefur verið haft við sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um útfærsluna.

...