Steinþór Guðbjartsson

[email protected]

Skömmu eftir að Norræna húsið var opnað í Vatnsmýrinni í Reykjavík 1968 byrjuðu ungir háskólanemar og samstúdent þeirra, sem var næturvörður í Árnagarði, að venja þangað komur sínar í kaffi á laugardögum. Þeir hafa haldið uppteknum sið síðan, eða í 52 ár. „Vissulega hefur kvarnast úr hópnum og nýir bæst við en við erum nokkrir sem höfum staðið vaktina allan tímann,“ segir Páll Sigurðsson, prófessor emeritus, en hann kenndi við lagadeild Háskóla Íslands í 41 ár.

„Nú er þetta hópur karla sem einu sinni voru strákar,“ segir Páll. Í fyrstu samanstóð hópurinn einkum af Skagfirðingum og vinum þeirra, sem vildu halda sambandinu áfram, en flestir höfðu verið saman í Menntaskólanum á Akureyri. Páll segir að Ögmundur Helgason, sem lést fyrir nokkrum árum, hafi haldið utan um hópinn og hann síðan tekið við að boða menn, en auk Páls hafa til dæmis Gunnar Stefánsson,...