Eftir Lilju Alfreðsdóttur og Willum Þór Þórsson: „Nýsköpun og blómlegt efnahagslíf haldast í hendur og styrkja samkeppnisstöðu landsins til framtíðar.“
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Störf framtíðarinnar verða í auknum mæli byggð á nýsköpun í atvinnulífinu og samspili þess við rannsóknarstörf. Þess vegna hafa stjórnvöld stóraukið fjárframlög sín til rannsókna og nýsköpunar. Viðspyrna Íslands er byggð á skýrri framtíðarsýn um aukna verðmætasköpun. Gott aðgengi að menntun og öflugt vísinda- og rannsóknarstarf um allt land er mikilvægt. Með auknum áherslum á rannsóknir og þekkingarstarfsemi byggjum við upp færni til að takast á við þær samfélagslegu áskoranir sem við okkur kunna að blasa, og styrkjum velferð þjóðarinnar sem og stoðir lýðræðislegrar umræðu.

Stóraukin framlög til rannsókna

Enginn hefur efni á því að láta góð tækifæri fram hjá sér fara. Það á sérstaklega við um þann stuðning sem hægt er að veita við hágæða rannsóknarstarfsemi sem skapar íslenskum háskólum, stofnunum og atvinnulífi nýja þekkingu og undirbyggir frekari þekkingarleit hér á landi sem og...