Baksvið

Sigtryggur Sigtryggsson

[email protected]

Fordæmalausar aðstæður í ferðaþjónustu gera það að verkum að gera þarf skynsamlegar breytingar á hönnun Landsímareitsins.

Þetta er inntakið í minnisblaði sem Icelandair Group hf., fyrir hönd Flugleiðahótela ehf. (Icelandair Hotels) og Lindarvatns ehf., hefur sent Reykjavíkurborg. Miklar og umdeildar framkvæmdir hafa staðið yfir á reitnum á vegum Lindarvatns, sem er fasteignaþróunarfélag í helmingseigu Icelandair Group og eigandi fasteigna á Landsímareit. Verklok eru áætluð í lok árs 2020 og verða Icelandair Hotels leigutaki og rekstraraðili á reitnum að framkvæmdum loknum. Hótelið mun heita Icelandair Parliament Hotel og verða þar 160 herbergi.

Fram kemur í minnisblaðinu að tillögum að breytingum sé ætlað að auka vægi almennings- og menningarrýma á Landsímareit á sama tíma og brugðist er við gjörbreyttum...