Íslensk erfðagreining „Við verðum auðvitað til staðar,“ segir Kári.
Íslensk erfðagreining „Við verðum auðvitað til staðar,“ segir Kári. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Aron Þórður Albertsson

[email protected]

„Við höfum verið að taka sýni hjá fólki sem er að koma í mótefnamælingar til okkar. Það skýrir hvers vegna við erum enn að taka svona mörg sýni,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísar hann í máli sínu til mikils fjölda sýna undanfarna daga. Eins og áður hefur komið fram hafa einungis tvö smit greinst síðustu tvær vikur. Þrátt fyrir það virðist ekkert lát á sýnatöku hér á landi. Rétt tæplega 600 sýni voru tekin í fyrradag, en fjöldi síðustu tveggja vikna hleypur á þúsundum.

Að sögn Kára á þetta sér eðlilegar skýringar. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri skynsamlegt að taka fólk í próf þegar það mætti í mótefnamælingu. Sömuleiðis höfum við verið að hjálpa til við að mæla til dæmis áhafnir og kvikmyndatökulið,“ segir hann og bætir við að mælingarnar snúist ekki síst um að finna út hvort virk smit séu í samfélaginu. ...