Baksvið

Baldur Arnarson

[email protected]

Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í uppbyggingu Reykjavík Edition-hótelsins við Hörpu. Meðal annars hefur framleiðsla á innréttingum og húsgögnum tafist vegna röskunar á framleiðslu í Evrópu.

Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri og einn af eigendum Íslenskra Fasteigna, sem fylgja eftir byggingu hótelsins fyrir hönd eigenda, segir verkefnið því hafa tafist.

Verkefnið á sér langan aðdraganda. Jarðvinna við hótelið hófst árið 2016, eftir að gengið var frá samningum við Marriott um hótelrekstur í húsinu. Er hótelið sérhannað að óskum keðjunnar.

Miklar sviptingar hafa verið í íslenskri ferðaþjónustu á framkvæmdatímanum en upphaflega var áformað að opna hótelið á síðari hluta árs 2019. En á framkvæmdatímanum hefur ferðaþjónustan horft fram á veldisvöxt, gjaldþrot WOW air, ferðabann vegna faraldursins og...