Það er ekki sjálfsagt að lífeyrissjóðir bjargi Icelandair – það á öll þjóðin að gera.
Vandamál Icelandair hafa orðið til þess, að staða lífeyrissjóðanna í atvinnulífinu er skyndilega komin í brennidepil umræðna. Ástæðan er sú, að lífeyrissjóðirnir eru orðnir stærstu hluthafar í flestum af stærstu fyrirtækjum landsins, sem eru á markaði. Til marks um það er að fimm lífeyrissjóðir, ásamt einu sjóðastýringarfyrirtæki, eiga nær helming í flugfélaginu.

Þetta þýðir, að fari málefni Icelandair á versta veg blasir við að mikið fjárhagslegt áfall lífeyrissjóðanna af þeim sökum getur leitt til þess, að lífeyrir lífeyrisþega í þeim sjóðum, sem um er að ræða, getur lækkað umtalsvert. Það eru m.ö.o. lífeyrisþegarnir, sem verða verst úti.

Og um leið og farið er fram á, að lífeyrissjóðirnir leggi fram nýtt hlutafé til þess að styrkja rekstrargrundvöll félagsins, er verið að óska eftir að þeir sömu lífeyrisþegar taki á sig mikla áhættu, vegna þess, að...

Höfundur: Styrmir Gunnarsson [email protected]