Jamal Khashoggi
Jamal Khashoggi
Enginn hefur rétt til þess að veita morðingjum sádiarabíska blaðamannsins Jamals Khashoggis sakaruppgjöf. Þetta sagði unnusta hans, Hatice Cengiz, í gær eftir að annar tveggja sona hans lýsti því yfir í færslu á Twitter að þeir bræður fyrirgæfu banamönnum hans athæfið og veittu þeim uppgjöf saka nú þegar Ramadan, hinum helga föstumánuði múslima, væri að ljúka.

Khashoggi, sem tilheyrði efstu lögum valdastéttarinnar í Sádi-Arabíu, var myrtur á hrottalegan hátt þegar hann heimsótti skrifstofu aðalræðismanns landsins í Ankara í Tyrklandi í október 2018. Hann hafði gagnrýnt stjórnvöld og skrifað opinskáar greinar um ástandið í landinu í vestræna fjölmiðla. Talið er fullvíst að krónprinsinn, Mohammed bin Salman, hafi fyrirskipað athæfið til að þagga niður í Khashoggi, en konungsfjölskyldan hefur harðlega neitað því. Morðingjarnir eru nú fyrir rétti í Sádi-Arabíu og er talið að yfirlýsing sonanna verði til þess að þeir sleppi við...