Karachi Björgunarsveitir sprauta vatni á flak farþegavélarinnar sem hrapaði í þéttbýlu íbúðarhverfi.
Karachi Björgunarsveitir sprauta vatni á flak farþegavélarinnar sem hrapaði í þéttbýlu íbúðarhverfi. — AFP
Fjöldi fólks lét lífið um hálftíuleytið í gærmorgun þegar pakistönsk farþegavél brotlenti í íbúðarhverfi í Karachi, höfuðborg landsins. Um borð í vélinni voru 99 farþegar og sjö manna áhöfn. Auk þeirra lést fólk sem bjó í hverfinu, en ekki liggur fyrir hve margir eru látnir og slasaðir.

Aðeins nokkrir dagar eru síðan farþegaflug var leyft á ný í Pakistan, en vegna kórónuveirufaraldursins hefur allt flug legið niðri um nokkurra vikna skeið.

Vélin sem var í eigu pakistanska flugfélagsins PIA var við það lenda þegar eitthvað gerðist sem olli því að hún skall niður yfir íbúðarhverfi. Mikil sprenging varð þegar vélin brotlenti og stóðu eldtungur hátt í loft upp frá slysstaðnum.

Bráðamóttaka í Karachi staðfesti að til hennar hefðu verið fluttir fimmtán manns sem slasast höfðu á jörðu niðri. Þá var vitað um aðra átta sem höfðu látist.

Fjórtán ára gamall sjónarvottur sem...