Nautakjöt Leyft verður að flytja inn 1.426 tonn af kjöti til áramóta.
Nautakjöt Leyft verður að flytja inn 1.426 tonn af kjöti til áramóta. — Morgunblaðið/Eggert
Helgi Bjarnason

[email protected]

Ríkisstjórnin treystir sér ekki til að verða við óskum Bændasamtaka Íslands um að sleppa útboðum á tollkvótum til innflutnings á kjöti frá Evrópusambandinu á seinni hluta þessa árs. Talið er að það yrði brot á samningum við ESB. Formaður Bændasamtakanna segir að verði innflutningskvótarnir nýttir muni safnast upp kjöt í birgðageymslum.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, bendir á að ein af forsendum þess að ákveðið var að auka innflutning á kjöti sé sá mikli fjöldi ferðamanna sem hingað hafi komið. „Ferðamaðurinn lætur ekki sjá sig núna vegna kórónuveirufaraldursins. Þess vegna óskuðum við eftir athugun á möguleikum þess að sleppa seinna útboði á tollkvótum þessa árs. Við erum ekki að biðja um að útboðin verði alfarið tekin af.“

Fram kemur í svarbréfi landbúnaðarráðherra að leitað hafi verið umsagnar utanríkisráðuneytisins og...