Þetta er ljóta ástandið.“ Ég sá konu sópa snjó af bílnum sínum, renndi niður bílrúðunni og við kölluðumst á. Gættum þess vandlega að engar veirur gætu flogið á milli okkar. Við vorum sammála um að verst er að ástandið á eftir að versna, áður en það batnar.

Þjóðin veit ekki almennilega hvernig hún á að láta. Í fyrstu kom grínið upp hjá sumum. Ég fór til rakara um daginn og var að hugsa um að segja við hann: „Nei, nei, nei, tveggja metra fjarlægð takk.“ Svo hugsaði ég að hann ætti það ekki skilið að þurfa að heyra sama brandarann aftur og aftur í eilítið mismunandi útgáfum og hélt aftur af mér, aldrei þessu vant. Um kvöldið sá ég að kunningi minn var með þennan brandara um sama rakara í FB-færslu. Sannarlega gott að ég hlífði rakaranum, hugsaði ég. Bráðsmellið samt.

Nokkrum dögum seinna kom í ljós að kunninginn er smitaður og hafði fengið veiruna áður en hann settist í rakarastólinn. Grínið var ekki alveg jafnfyndið...

Höfundur: Benedikt Jóhannesson