Sigurður Arnarson
Sigurður Arnarson
Sólin skein skært um daginn. Laugardagur, heiðskírt og himinblámi. Ég og nokkur barnanna á leið á skíði. Við sátum í bílnum og í fjarska heyrðust tónar og tal úr útvarpinu.

Mikið að gerjast, skrítnir og ögrandi tímar. Prédikun morgundagsins var ekki komin á blað en að flögra einhvern veginn í huga og hjarta. Prédikanir, hugvekjur og hugleiðingar taka stundum tíma að gerjast og koma eftir mismunandi brautum eða leiðum til manns. Daginn áður hafði verið boðað samkomubann á landinu vegna COVID-19 og umfjöllunarefni guðspjallsins sem átti að prédika út frá var: „Illir andar“.

Víða í Biblíunni er fjallað um illa anda, sem herja á lífið. Sjúkdóma og kvilla svo dæmi séu nefnd. Ég las einhvers staðar í prédikun um þetta guðspjall úr Lúkasi um illa anda að ef sett væri orðasambandið „neikvæðar hugsanir“ inn í staðinn fyrir orðið „illur andi“ þá yrði þetta: „Enginn rekur út neikvæðar illar hugsanir með neikvæðum illum...