Eftir Knút Haukstein Ólafsson: „Eflaust mun Helgi halda því fram að ég slíti úr samhengi og sleppi einhverju en mér finnst það allt merkingarlaust bull til að „afvegaleiða umræðuna“.“
Knútur Haukstein Ólafsson
Knútur Haukstein Ólafsson
Í Morgunblaðinu 4. mars sl. birtist grein eftir Helga Jóhannesson, yfirlögfræðing Landsvirkjunar, þar sem hann reynir, eftir því sem mér skilst, að upplýsa okkur hina treggáfuðu og þá hina, sem að hans mati hafa „afvegaleitt umræðuna“ um hinar svokölluðu upprunaábyrgðir, og reynir að útskýra fyrir okkur „hvernig raunverulega er í pottinn búið“. Ekki finnst mér það nú koma fram við lestur greinarinnar. Ekki reynir Helgi að útskýra hvað felst í merkingu orðsins „upprunaábyrgðir“, nema hvað að skírteinin eru víst græn á litinn og „orkufyrirtæki er framleiða græna orku geta selt (þau) á markaði sem myndast hefur með þau. Upprunaábyrgðirnar gegna því hlutverki að sýna kaupanda fram á að tiltekið hlutfall eða magn orku hafi verið framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum“. Til hvers er það? Helgi heldur því fram að það sé rangt, sem sagt hefur verið, að orkuframleiðendur, sem framleiða orku með mengandi hætti geti nýtt sér upprunaábyrgðirnar til...