Eftir Finn Ricart Andrason: „Hvað eiga Covid-19 og hamfarahlýnun sameiginlegt og hvað getum við lært?“
Finnur Ricart Andrason
Finnur Ricart Andrason
Útbreiðsla Covid-19-veirunnar er alþjóðlegt vandamál sem mannkynið berst nú við af öllu afli. Meðvitund um þessa nýju hættu breiddist hratt út og bæði almenningur og stjórnvöld hafa brugðist hratt við henni með samkomubönnum, lokunum skóla, ferðatakmörkunum og fleiri ráðstöfunum.

Hamfarahlýnun er einnig alþjóðlegt vandamál, sem hefur verið þekkt í áratugi. Meðvitund um þetta fyrirbæri og hætturnar sem stafa af því hefur aukist undanfarin ár, en viðbrögð almennings og stjórnvalda virðast enn vera langt frá því að vera fullnægjandi til þess að koma í veg fyrir frekara tjón á samfélagi okkar umfram það sem þegar er óhjákvæmilegt.

Það eru mörg tengsl milli þessara tveggja hætta og má læra og nýta mikið af viðbrögðum við útbreiðslu Covid-19-veirunnar í baráttunni við hamfarahlýnun og afleiðingar hennar. Veiran er fyrst og fremst heilsufarsvandamál sem leggur mikið álag á heilbrigðiskerfi um allan heim og mun þetta álag...