Eftir Þröst Ólafsson: „Mannkynið mun þurfa á allri sinni dómgreind, skarpskyggni og skynsemi að halda. Heimsvá leysum við ekki á grunni þjóðernishyggju, þar sem hver skarar eld að sinni köku og þeir stóru tefla fram hersveitum sjálfum sér til bjargar.“
Þröstur Ólafsson
Þröstur Ólafsson
Pólitískur óróleiki skekur nú mörg vestræn lönd. Horfin er nú sú bjartsýna lífssýn eftirstríðsáranna sem tók mið af stöðugu frjálslyndu stjórnarfari, batnandi lífskjörum og friði. Okkar vestræna samfélagsgerð á í vök að verjast. Með falli Berlínarmúrsins og síðan hruni Sovétríkjanna, aðaláskoranda vestrænnar samfélagsgerðar, riðluðust valdahlutföll heimsins. Kalda stríðinu lauk og um leið tímaskeiðinu sem við það var kennt. Í austurhluta álfunnar lauk þessu tímabili nokkuð skyndilega árið 1989-90 án mikilla eftirkasta, meðan vesturhluti hennar hóf för í gegnum upplausnarferli, eins konar hægfara jökulbráðnun. Í hálfa öld höfðum við gengið út frá fullvissu sem visnaði hægt eða sveipaðist villugjarnri þoku. Pólitísk haldreipi liðinna tíma trosnuðu. Kalda stríðið stóð aðeins yfir í hálfa öld en mótaði hugarfar samfélaga og skildi eftir sig djúpa pólitíska geil, sem við nú þurfum að róa yfir. Af hverju skildi kalda stríðið eftir svo djúp spor? Jú,...