Fréttir Mánudagur, 27. janúar 2020

Kína Eystra er fólk með grímur til varnar hugsanlegum heimsfaraldri.

Kórónaveiran veldur usla

Kórónaveiran sem nú geisar austur í Kína veldur því að nokkur brögð hafa verið að því síðustu daga að þarlendir hópar hafi afbókað hópferðir hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum. Meira

Á vaktinni Einar Bessi Gestsson og Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingar voru á vaktinni á Veðurstofunni í gærkvöldi og inn í nóttina. Vel verður fylgst með landrisi í Svartsengi næstu daga.

Óvissustig á Reykjanesi

Landris á Svartsengi síðustu daga er það mesta frá upphafi mælinga fyrir þremur áratugum Meira

Haraldur Benediktsson

Stjórnendur axli ábyrgð

„Framganga Matvælastofnunar í umræddu máli kallar á ábyrgð stjórnenda hennar,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Meira

Stóriðja Breyttar áherslur í álveri.

Áhyggjur af starfsfólkinu

Draga saman álframleiðslu í Straumsvík • Aðstæðurnar geta breyst • Tæknileg vandamál í rekstri eru áhyggjuefni Meira

Viðbúin Ýmsir hafa orðið sér úti um sóttvarnargrímur síðustu daga.

Óttast áhrif veirunnar á ferðaþjónustu

Hópferðir til og frá Kína bannaðar • Sóttvarnargrímur uppseldar í apótekum á Íslandi Meira

Kjaramál Sólveig Anna heimsótti leikskóla þegar atkvæði voru greidd. Niðurstaðan er skýr; hliðið hefur verið opnað og verkfall blasir við.

Áhrifin verða víðtæk

Eflingarfólk hjá Reykjavíkurborg samþykkti verkfall • 96,5% sögðu já • Aðgerðir hefjast 4. febrúar • Viðbrögð við ástandi eru í undirbúningi hjá borginni Meira

Ekkert í kistunni

Húseigendur á Íslandi borga tæpa þrjá milljarða króna árlega í ofanflóðasjóð en einungis einn milljarður er nýttur í slík verkefni. Afgangurinn rennur í ríkissjóð, þrátt fyrir mikilvægi þess að ráðist sé í öflugar framkvæmdir vegna varnargarða og... Meira

Oddgeirshólar Flóðavatn fer yfir stór svæði í Flóa og vegir eru torfærir.

Hvítárflóð er á undanhaldi

Flói á floti • Kólnar og sjatnar • Fylgst með framvindu Meira

Flateyri Gífurlegur snjór barst með snjóflóðinu 14. janúar 2020.

Mun minna að rúmmáli en 1995

Snjóflóðið úr Skollahvilft á Flateyri í janúar var þó stærra en flóðið 1999 • Féll tiltölulega hratt Meira

Janus Alvarlegt að þúsundir íslenskra ungmenna skuli á hverjum tíma ekki vera í vinnu, námi eða starfsendurhæfingu,“ segir Kristín Siggeirsdóttir.

Starfsgeta og lífsgæði

„Ungt fólk sem á framtíðina fyrir sér á að fá tækifæri til starfsgetu og að upplifa lífsgleði. Meira

Holtsflugvöllur Flugafgreiðslan er úr timbri og er í þokkalegu ástandi.

Kirkjan vill selja flugafgreiðslu

Þjóðkirkjan hefur auglýst til sölu flugafgreiðslu í Önundarfirði. „Ekki er það á hverjum degi sem kirkjan býður flugafgreiðslu til sölu,“ segir í frétt á vef kirkjunnar. Meira

Skák Lilja Alfreðsdóttir afhjúpar brjóstmyndina af Friðriki Ólafssyni.

Brjóstmynd af Friðriki afhjúpuð

Skákmeistarinn er 85 ára • Bók um langan feril er væntanleg síðar á árinu Meira

Sektin sögð allt of lág

Sektir mættu vera hærri og viðurlög almennt strangari gegn brotum erlendra leiðsögumanna sem starfa á Íslandi án tilskilinna leyfa, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), sem telur líka mikið vanta upp á eftirlit með þessum málum hér... Meira

Akureyri Nýju endurbættu byggðalínurnar frá Kröflu og Blönduvirkjun munu tengjast á Rangárvöllum við Akureyri. Báðar eru í undirbúningi.

Legu línunnar vísað til sveitarstjórnar

Lega og útfærsla Blöndulínu 3 ekki skilgreind í svæðisskipulagi • Breyting á svæðisskipulagi Eyjafjarðar auglýst • Vinna við umhverfismat byggðalínunnar til Akureyrar er hafin • Verkefnaráð skipað Meira

Silfra Margir ferðamenn hafa kafað í Silfru á undanförnum árum. Áætlanir gera ráð fyrir því að allt að 75 þúsund manns geti kafað í gjánni á hverju ári.

Stór bílastæði flutt úr þinghelginni

Þingvallanefnd segir að köfun í Silfru samræmist lögum um þjóðgarðinn Meira

Sóttkví Læknalið sjúkrahúss í Wuhan í Kína klæðist til varnar nýju kórónaveirunnni. Þar í borg höfðu 56 látist af lungnabólgu í gær.

Búast við enn fleiri sýkingum

Bandaríkjamenn hefja brottflutning landa sinna frá Kína og Frakkar, Japanir og Bretar eru að skoða slíkt • Kínverjar setja fleiri borgir í sóttkví • Ástandið sagt skelfilegt á sjúkrahúsum í Wuhan Meira

Fólkið hafi tungumálið vel á valdi sínu

Um 90 manns frá um 30 þjóðlöndum stunda nú á vorönn nám á íslenskubraut við Tækniskólann. Meira

Tímamót Hjörtur Emilsson framkvæmdastjóri, Elín Erlingsson og Agnar Erlingsson í kveðjuhófinu sem starfsmenn fyrirtækisins héldu.

Vinnan alltaf í öndvegi

Samstarfsmenn Agnars Erlingssonar, skipaverkfræðings hjá skipa-, verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækinu Navis, héldu kveðjuhóf fyrir hann á dögunum. Meira