Valdar greinar síðustu daga

Mánudagur, 6. apríl 2020

Hughreysting Heilbrigðisstarfsmaður hughreystir sjúkling sem dvelur á sjúkrahúsi á Ítalíu vegna COVID-19.

Dánartíðni í Svíþjóð hærri en annars staðar á Norðurlöndum

Ríkisstjórnin undirbýr „óvenjuleg skref“ • Dánartíðni á Spáni dregst saman • Bretar greina fleiri smit en nokkru sinni áður og sjá fram á harðari aðgerðir Meira

Leit Tilraunatölfræði Hagstofu munu fylgja ýmsir fyrirvarar. Margt forvitnilegt leynist í gögnunum og hægt er að prófa nýjar tölfræðiaðferðir til að skilja hagkerfi og samfélag betur. Myndin sýnir áleggskæli matvöruverslunar.

Farið út fyrir rammann með tilraunatölfræði

Hagstofan rýnir í gögnin með nýjum og vonandi hraðari og sveigjanlegri hætti Meira

Myndsímtal Valborg Sigurðardóttir talar við ættingja í nýrri spjaldtölvu.

Tölvur stytta öldruðum íbúum stundirnar

Grundarheimilin fengu 24 spjaldtölvur að gjöf og myndsímtöl leysa vanda Meira

Drífa Snædal

Það er hægt að anda of rólega

Alþýðusamband Íslands hefur á undanförnum dögum sýnt að það er alls ófært um að takast á við óvenjulegt og erfitt ástand. Í stað þess að sýna frumkvæði og leitast við að verja störf félagsmanna og halda jafnvel eins og unnt er í þá fordæmalausu kaupmáttaraukningu sem íslenskir launamenn hafa notið á liðnum árum hafnar sambandið öllum hugmyndum sem geta orðið til þess að auka líkur á að fyrirtækin komi standandi út úr þessu ástandi. Meira

Hjónaleysin Lóu líður best í sól en Jónasi í kulda og snjó. Hér til vinstri eru þau í hennar náttúrulega umhverfi í Kosta Ríka en hægra megin eru þau stödd við hans kjörhitastig á Snæfellsjökli.

Dansinn var dúndurævintýri

Lóa Pind Aldísardóttir fæddist á Hlíðarvegi í Kópavogi 6. apríl 1970 og ólst upp í Kópavogi, Breiðholti, Brighton í Englandi og Hlíðunum. Meira

Þögn Kínverska þjóðin minntist á laugardag þeirra sem látið hafa lífið í veirufaraldrinum, en vafi er um hversu margir urðu veirunni að bráð.

Tölur til heimabrúks rýra trúverðugleika

Fréttaskýring Gunnlaugur Snær Ólafsson [email protected] Meira

Áhrif veirunnar

Áhrif veirunnar

Fjölmiðlar lenda með óvenjulegum hætti afar illa í kórónuveirunni Meira

Neskirkja Guðsþjónusta verður með breyttu sniði um páskana sökum smithættu af völdum kórónuveiru.

Fólk leitar í kjölfestu

Kirkjan sannar hlutverk sitt í samfélaginu á tímum kórónuveiru • Guðsþjónusta með breyttu sniði um páskana Meira

Noregur Ari Leifsson skrifaði undir þriggja ára saming við Strømsgodset.

Rauk úr prófi eftir landsliðsval

Ari Leifsson gekk til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Strømsgodset í mars • Kórónuveiran hefur ekki hjálpað miðverðinum að aðlagast lífinu í Drammen Meira

Laugardagur, 4. apríl 2020

Sjúkdómar og gangur sögunnar

Sjúkdómar og gangur sögunnar

Plágur bundu enda á drauma Napóleons Meira

Við Meðalfellsvatn Stéttarfélögin eiga hundruð orlofshúsa og íbúða um allt land. Stærstu sumarhúsabyggðirnar eru á Suðurlandi og í Borgarfirði.

Hundruð orlofshúsa auð um páska

Flest stærstu stéttarfélög landsins hafa ákveðið að hafa orlofshús sín og íbúðir lokuð um páskana • Sum hverfin eru lokuð fram í maí • Margir félagsmenn hafa sjálfir afbókað vegna tilmæla yfirvalda Meira

Reynisfjara Margir af vinsælustu áfangastöðum erlendra ferðamanna eru á Suðurlandi. Þar eru nú fáir á ferli.

Ekki heimilt að halda eftir uppgjörum

Hæstaréttarlögmaður telur að færsluhirðar sem halda eftir kreditkortagreiðslum séu að takmarka áhættu sína á kostnað söluaðila • Kortafyrirtækin ganga fram á mismunandi hátt Meira

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Skammarleg umræða Pírata

Píratar rifjuðu upp í fyrirspurnartíma á Alþingi á fimmtudag hvaða erindi þeir eiga á löggjafarsamkomuna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir spurði fjármálaráðherra út í kjarasamninga við hjúkrunarfræðinga og taldi greinilega að hann ætti að opna ríkissjóð upp á gátt og semja án tillits til hinna svokölluðu lífskjarasamninga. Það hefði verið afar óábyrgt áður en kórónuveiran skók efnahagslíf landsins, en eftir að það gerðist eru samningar umfram lífskjarasamninga vitaskuld óhugsandi. Meira

Vondir menn og veirur. En svo rofar til, fyrr en nokkurn grunar

Lífið heldur áfram, þótt yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé í allt öðrum gír en hann er endranær. Enda eru þetta alvörutímar, og ekki síst vegna þess að enginn veit með fullri vissu hvenær og hvernig fárinu lýkur. Meira

Múgæsing Fjöldamorðin í Strassborg 14. febrúar 1349 eins og málarinn Emile Schweitzer sá þau fyrir sér. Þennan dag voru mörg hundruð gyðingar brenndir á báli fyrir að bera ábyrgð á farsóttinni svarta dauða. Það var hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem gyðingar sættu ofsóknum af svipuðum ástæðum.

Blórabögglar farsóttanna

Þjóðernisminnihlutar oft sakaðir um ábyrgð á farsóttum • Gyðingum kennt um svarta dauða á 14. öld • Kólera í New York rakin til Íra • Kínverjar lokaðir af í San Francisco vegna bólusóttar Meira

Kærleikur Hlynur Björnsson Maple um síðuna sem hann og Alexía Erla Hildur Hallgrímsdóttir settu upp með umhyggju í huga.

„Ég elska alla“

Facebooksíðan „Hrósum hvert öðru“ ýtir undir jákvæðni Meira

Krefjandi tímar Róðurinn hefur þyngst hjá álverinu í Straumsvík vegna kórónuveirufaraldursins.

Tapaði yfir milljarði á mánuði

12,7 milljarða tap af rekstri álversins í Straumsvík í fyrra • Tapið var 5,2 milljarðar á árinu 2018 • Í ársreikningi er bent á ósamkeppnishæft raforkuverð álversins í Straumsvík og sögulega lágt álverð Meira

Bóluefni Gambotto með „nálaplásturinn“, en hann er með 400 örnálum með bóluefninu á.

Nýtt bóluefni og ný aðferð lofa góðu

Fyrri reynsla af SARS kom í góðar þarfir • 400 örnálar notaðar til að bólusetja fyrir veirunni Meira

Blúndur hittast Hallveig í fjarsaumaklúbbi með Önnu Lísu Björnsdóttur, Þóru Björk Ólafsdóttur, Höllu Björgvinsdóttur og Valdísi Arnardóttur. Ein Blúnda var vant við látin og missti af fundinum, Ása Lind Finnbogadóttir.

Geðveikt sóttkvíarpartí hjá Blúndum

Fjarsaumaklúbbar hafa notið vinsælda í samkomubanni. Blúndurnar eru alsælar með fyrirkomulagið og aðeins eitt skilyrði er fyrir fundi hjá þeim: að allar séu með eitthvað gott í glasinu. Meira

Föstudagur, 3. apríl 2020

Fjölskyldan Erlingur Pálmason, Margrét Fjóla og Björg Pétursdóttir.

Kærleikskleinur og söngstund fyrir krakka

Fjölskylda gleður sig og aðra með söng og upplestri á Facebook Meira

Vatnsafl Viðskiptavinir eru í mörgum tilvikum ekki að kaupa alla þá orku sem þeir hafa heimild til sökum minni eftirspurnar á mörkuðum.

Mun hafa áhrif á afkomu Landsvirkjunar á árinu

Stærstu viðskiptavinir Landsvirkjunar í kröggum á alþjóðlegum mörkuðum Meira

Meistarar Valskonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar kvenna í knattspyrnu, körfuknattleik og handknattleik.

Þarf að finna lausn til að bjarga íþróttalífinu á Íslandi

E. Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals hefur aldrei séð eins svart ástand • Bjartsýnn á að Íslandsmótið fari af stað um miðjan júní Meira

Kynslóðir Stefán Sandholt (t.h.), Ásgeir og Emil Sandholt sem kannski tekur við seinna.

Sandholtsbakarí hundrað ára í dag

Gefa viðskiptavinum eitt hundrað brauð í tilefni dagsins • Fjölskyldufyrirtæki alla tíð • Fjórar kynslóðir bakara hafa rekið starfsemina • Brauð, kökur, kaffihús, veisluþjónusta og netverslun Meira

Andrés Magnússon

Margar eru hliðar

Andrés Magnússon, hinn snjalli fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins, „kom auga á frétt Bloomberg um það hvernig konur yrðu sérstaklega fyrir barðinu á kórónuveirunni. Ekki þó þannig að þær veiktust frekar eða dæju frekar af hennar völdum, sjúkdómurinn virðist þvert á móti vera körlum erfiðari, heldur hitt að þær væru meirihluti heilbrigðisstarfsfólks og bæru auk þess oftar og í meiri mæli ábyrgð á heimilum. Meira

Forysta Sterkari saman var yfirskrift þings ASÍ í október 2018 þegar Drífa Snædal var kjörin forseti ASÍ og með henni varaforsetarnir Vilhjálmur Birgisson og Kristján Þórður Snæbjarnarson. Samstaðan hefur brostið vegna ágreinings um leiðir til að lækka launakostnað og Vilhjálmur sagt af sér.

Dýrast að gera ekki neitt

Samninganefnd og miðstjórn ASÍ höfnuðu þremur hugmyndum um tímabundna lækkun á launakostnaði fyrirtækja • Skilningur virðist á stöðunni en ágreiningur um leiðir • Klofningur í grasrót og forystu Meira

Veira breytir forsendum

Veira breytir forsendum

Kannski tími upprisu verði enn tákngervingur þess að stærstu málum lýkur ekki með krossfestingu Meira

Handþvottur Nú er brýnt fyrir fólki að þvo hendur sínar með vatni og sápu til að forðast smit. Læknar mæltu líka með handþvotti fyrr á tíð gegn smiti. Líklega er elsta dæmi um það í handbók fyrir yfirsetukonur frá 1871.

„Eigi heilsast með kossi eða handabandi“

Heilbrigðisyfirvöldin á Íslandi eru ekki að finna upp hjólið þegar þau fyrirskipa þessa dagana einangrun sjúklinga sem smitast hafa af kórónuveirunni, ráðleggja reglulegan handþvott með sápu og vatni eða hvetja fólk til að forðast faðmlög og handaband þegar það hittist. Allt er þetta sótt í reynslubankann og hefur áður komið að góðum notum í viðureign við smitsjúkdóma hér á landi. Meira

Fimmtudagur, 2. apríl 2020

Við Gullfoss Enn er fólk á ferðinni um Suðurland með kortin sín á lofti en þeim fer ört fækkandi.

Fresta útgreiðslu kreditkortagreiðslna hótels

„Það er nógu mikill slagur að standa í þessu á erfiðum tímum þó að ekki bætist þetta á. Þetta eru peningar sem ég á, það getur ekki farið á milli mála, og ég lít á þetta sem fjárdrátt,“ segir hótelstjóri á Suðurlandi þegar hann lýsir samskiptum sínum við Kortaþjónustuna nú um mánaðamótin. Henn fékk ekki þá fjármuni sem viðskiptavinir hans höfðu greitt með kreditkortum vegna þess að greiðslumiðlunarfyrirtækið hélt eftir allri fjárhæðinni vegna hugsanlegra krafna um endurgreiðslu frá viðskiptavinum sem ekki hafa notað fyrirframgreidda þjónustu. Tugir hótela munu vera í sömu stöðu. Meira

Mildri leið hafnað

Mildri leið hafnað

Alþýðusambandið er bersýnilega úr tengslum við efnahagslegan veruleika Meira

Á heimleið Félagarnir Björgvin Logi t.v. og Greipur Þorbjörn á flugvellinum í Buenos Aries síðdegis í gær.

Íslenskir skiptinemar í biðstöðu í Argentínu

Skiptinemarnir og æskuvinirnir Greipur Þorbjörn Gíslason og Björgvin Logi Bjarkason voru vongóðir um að komast í sérstakt flug frá Buenos Aires í Argentínu til Frankfurt í Þýskalandi í gærkvöldi, en gert var ráð fyrir að vél Lufthansa færi í loftið um miðnætti að íslenskum tíma. Meira

Álverin í miklum vanda

Íslenskur áliðnaður hefur sjaldan verið í jafn þröngri stöðu • Álverð hrynur • Samhliða hefur skapast mikið offramboð vegna mikillar röskunar á iðnaði Meira

Gjöf Ólafur Axelsson og sr. Guðmundur Karl Brynjarsson í Lindakirkju með krossinn sem sr. Friðrik Friðriksson fékk í kveðjugjöf í Kanada fyrir rúmri öld.

Gjöfin er eina eignin

Áritaður kross sem séra Friðrik Friðriksson fékk í kveðjugjöf í Kanada 1915 fundinn • Fer til KFUM Meira

Aldinn höfðingi Svana til í slaginn, á leið í reiðtúr með eiganda sínum Bergþóru fyrir nokkrum dögum.

Stórskörungur með óstjórnlegan vilja

Ekki er algengt að hross nái 24 ára aldri og séu í það góðu formi að hægt sé að ríða út á þeim. Svana er úr háskalegri ræktun og fagnar háum aldri með því að leyfa eiganda sínum að setjast á bak og taka sprettinn. Meira

Kippur í sölu á léttvíni í mars

8,2% aukning í sölu vínbúðanna • Salan jókst er leið á marsmánuð Meira

Nám á tímum skerðinga

Nám á tímum skerðinga

Kórónuveiran má ekki verða börnum þröskuldur í skóla Meira

Óli Björn Kárason

Huga þarf strax að umbótum

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, fjallar um ástandið í efnahagslífinu í grein í Morgunblaðinu í gær og bendir á hætt sé við að með „viðamiklum og róttækum tímabundnum aðgerðum sé búið til svikalogn“. Ekki sé nóg að leysa bráðavandann í efnahagslífinu, horfa þurfi fram í tímann. Meira

Stykkishólmur Gunnhildur Gunnarsdóttir kom mikið við sögu í sigursælu liði Snæfells.

Minnt á síðustu vikur hvað sé mikilvægast í lífinu

Gunnhildur Gunnarsdóttir er hætt eftir fimmtán ára farsælan feril • Hvert einasta tímabil sem hún upplifði í körfuboltanum var einstakt Meira

Sótthreinsun Hermenn í Mjanmar sótthreinsa bænahús hindúa í Naypyidaw í gær til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar.

Er með stærri áföllum á síðari tímum

Þetta er með stærri áföllum sem riðið hafa yfir íslenskt samfélag á seinni tímum og er erfitt að finna hliðstæðu um svo skjóta og djúpa kreppu í samfélaginu,“ segir Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, þegar hann er spurður um sögulegar hliðstæður kórónuveirufaraldursins, COVID-19, sem nú gengur yfir. Meira

Miðvikudagur, 1. apríl 2020

Störfin varin

Í Bandaríkjunum hefur verið farið í margvíslegar og afar umfangsmiklar efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Ein þessara aðgerða er lán til minni fyrirtækja (sem þar í landi teljast þau sem hafa 500 starfsmenn eða færri og teldust því nokkuð stór hér). Meira

Á Ítalíu Ciro, Anna Björk og Valerio í Monte di Procida skammt frá Napólí.

Faðirinn innilokaður í Napólí á Ítalíu

Dagleg netsamskipti þriggja sona við hann eru styrkjandi Meira

Kraftar Kristín hefur krafta í kögglum og leikur sér að 80 kg.

Lyftir lerkilóðum heima

Bjuggu til eigin æfingaaðstöðu heima í stofu • Lerkidrumbur af Brekknasandi sagaður niður með keðjusög Meira

Dælt Fyllt á bílinn á Olísstöð. Umferð hefur dregist mikið saman og þess sér líka stað í minni eldsneytiskaupum.

Eldsneytisverð ekki fylgt heimsmarkaði og gengi

Olíufélögin hafa hækkað álagningu sína verulega að undanförnu, enda hefur eldsneytisverð ekki fylgt heimsmarkaði og gengisþróun að öllu leyti. Meira

Flöktvísitalan fór upp í 80 á dögunum en í venjulegu árferði er hún á bilinu tíu til tuttugu að sögn Magnúsar.

Aldrei lokað fyrir öll viðskipti

Mikið hefur gengið á í íslensku kauphöllinni, eins í öðrum kauphöllum heimsins síðustu vikur. Flökt á verði hlutabréfa er með mesta móti og skuldabréf eru vinsæl. Meira

Heimildir Upplýsingum um kórónuveirufaraldurinn er miðlað til almennings á daglegum blaðamannafundum almannavarna og sóttvarnayfirvalda.

Brýnt að halda heimildunum til haga

Brýnt er að halda til haga upplýsingum, heimildum og frásögnum um þá atburði sem nú eru að gerast fyrir þá sem á eftir koma,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og sagnfræðingur, þegar hann er spurður hvernig kórónuveirufaraldurinn sem nú skekur Ísland og heimsbyggðina alla, horfir við honum sem sagnfræðingi. Meira

Hriktir í stoðum Evrópusambandsins

Hriktir í stoðum Evrópusambandsins

Slæleg viðbrögð í Brussel ógna tilverurétti ESB Meira

Mæta áfallinu með aðgerðum

Framlög hækka um 25, 6 milljarða • Barnabótaauki til fleiri foreldra • 6,5 milljarðar í samgöngur • Auka hlutafé ríkisfyrirtækja um allt að 8 milljarða • 100 milljónir í úrræði fyrir heimilislausa Meira

Mörk Elías Már Ómarsson hefur raðað inn mörkum eftir áramót.

„Reyni að vera eins mikið heima og ég get“

Ekki útgöngubann í Hollandi • Ekki mega þó fleiri en þrír koma saman Meira

Viðkunnanlegur Jón Kalman segist bara kunna vel við þann unga mann sem birtist í gömlu ljóðunum.

Þrá eftir því að hafa áhrif á heiminn

Benedikt gefur út ljóðasafn Jóns Kalmans, Þetta voru bestu ár ævi minnar, enda man ég ekkert eftir þeim • Ljóð sem hann samdi á árunum 1988 til 1994 • Safnið fær nýja vídd með titlinum Meira

Þriðjudagur, 31. mars 2020

Eldsneyti Fyllt á bensíntankinn hjá N1 í Mosfellsbæ í hádeginu í gær.

Mikill samdráttur í sölu eldsneytis

Minni umferð endurspeglast í sölutölum olíufélaganna • Ferðaþjónusta hefur nær lagst af og sjávarútvegur í lágdeyðu • Minni sala olíu á báta og skip • Veiking krónu vinnur gegn verðlækkunum Meira

Fjölbreytt Litríkur reki í fjöru í Surtsey fyrir nokkrum árum.

Drauganet eru vandi sem þarf að takast á við

Drauganet eru veiðarfæri sem hafa tapast, oft í vondum veðrum, og geta haldið áfram að fiska í sjónum. Áætlað er að um 640 þúsund tonn af fiskveiðibúnaði tapist árlega í höfum heimsins. Á Norðurlöndum liggja ekki fyrir tölulegar upplýsingar um það hve mikið tapast af veiðarfærum, verða eftir á hafsbotni eða er fargað í sjóinn, en ljóst er að vandamálið er fyrir hendi á norrænum slóðum eins og annars staðar. Meira