„Allt er gott í hófi“ er kjaftæði

Rafn Franklín Hrafnsson einkaþjálfari í Hreyfingu segir að við eigum …
Rafn Franklín Hrafnsson einkaþjálfari í Hreyfingu segir að við eigum að venja okkur á það að borða almennilegan mat.
<p>„Já, þú last það rétt. </p> <p>Ég heyri fólk lon og don nota orðatiltækið „allt er gott í hófi“ til að réttlæta óskundann sem það lætur ofan í sig. Yfirleitt eru það þá einhverskonar sætindi, vín eða annars konar dónaskapur sem fólk er að moka í sig,“ segir Rafn Franklín Hrafnsson einkaþjálfari í Hreyfingu og umsjónarmaður hlaðvarpsins 360° Heilsa í nýjum pistli á Smartlandi: </p> <p>Samtímis friðar það sálartetrið með því að óma þessa möntru „Allt er gott í hófi, ekki satt?“.</p> <p>Hvað er þetta „hóf“ sem þetta fólk er að tala um? </p> <p>Vandamálið liggur í því að hver og einn réttlætir fyrir sjálfum sér að sitt „hóf“ sé hóflegt og sé þar af leiðandi allt gott og blessað.</p> <p>Fyrir um það bil 70 árum þótti hóflegt að skottast til kaupmannsins og fá eina pínulitla kók í gleri og lakkrís rör.</p> <p>Í dag þykir fyrir mörgum hinsvegar hóflegt að fara 1 sinni í viku í nammiland, stútfylla poka af gúmmelaði og fá sér eina stóra kók í dós með því. Hófið hjá sumum inniheldur jafnvel sveitta pizzu að auki.</p> <p>Hvort af þessu er þá hóf?</p> <p>Fyrir einhverjum virðist „hófið“ vera að setja líkamann í sykursíkis ástand eitt kvöld í viku …</p> <p>Hvenær verður hófið óhóf? Hver dregur línuna?</p> <p>„Hóf“ er afstætt hugtak sem þýðir ekki neitt. </p> <p>„Allt er gott í hófi” er mantran sem óhóf felur sig á bakvið.</p> <p>„Allt er gott í hófi” er mantra sem virkar ekki í óhóflegu samfélagi. </p> <p>Samfélagi þar sem matur og drykkur er hannaður fyrir ofneyslu. Hannaður til að örva hverja einustu vellíðunarstöð í heilanum svo að þú haldir áfram að gúffa þar til ílátið er tómt. </p> <p>Hættu að neyta í hófi.</p> <p>Byrjaðu frekar að næra þig með mat sem ræktar heilsuna þína. Mat sem gerir þér kleift að lifa heilsusamlegra lífi. Mat sem lætur þér líða vel á líkama og sál. Nærðu þig eins og þú berir virðingu fyrir líkamanum þínum.</p> <p>Neyttu óhollustu eins sjaldan og þú getur. Þegar þú ferð í óhollustu, þá dvelurðu örstutt á þeim stað og heldur svo áfram að rækta heilsuna. </p> <p>Fylltu daginn þinn af uppbyggjandi hlutum. Hlutum sem rækta þig og gera þig betri.</p> <p>Gerðu óuppbyggilega hluti eins sjaldan og þú getur.</p> <p>Þegar þú gerir óuppbyggjandi hluti, þá dvelurðu örstutt á þeim stað og heldur svo áfram að gera uppbyggilega hluti. </p> <p>Hættu í hófinu. </p> <p>Settu frekar athyglina á að gera uppbyggjandi hluti í óhófi.</p> <p>Settu athyglina á að verða betri í dag en í gær.</p>
mbl.is