Binni búinn að missa 30 kíló á ketó

Brynjar Steinn, eða Binni Glee, er afar vinsæll á Snapchat.
Brynjar Steinn, eða Binni Glee, er afar vinsæll á Snapchat. mbl

Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, er búinn að missa 30,1 kíló á síðustu 22 vikum.

Binni fagnaði árangrinum á Snapchat í gærkvöldi en hann hefur verið á ketómataræðinu síðan síðasta haust. Eins og sést hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Hann er einnig duglegur að hreyfa sig samfara breyttu mataræði.

Binni hefur verið duglegur að sýna frá uppskriftum og ýmsu sem tengist lífsstílsbreytingunum á Snapchat en hann fékk sér meðal annars snjallvigt sem hjálpar honum að fylgjast með þyngdartapinu. 

Skjáskot/Snapchat
Mikill munur á einu ári.
Mikill munur á einu ári. Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
mbl.is