Binni Glee kominn niður um 4 fatastærðir

Brynjar Steinn, eða Binni Glee, er afar vinsæll á Snapchat.
Brynjar Steinn, eða Binni Glee, er afar vinsæll á Snapchat. mbl

Samfélagsmiðlastjarnan Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, hefur náð miklum árangri á síðustu mánuðum. Binni er kominn niður um 4 fatastærðir, úr 6XL niður í 2XL.

Binni sagði frá því á Snapchat-rás sinni fyrir helgi að hann væri kominn niður um nokkrar fatastærðir. Í gær sýndi hann svo frá því á Instagram að hann væri að taka til í fataskápnum og taka út öll þau föt sem væru orðin of stór á hann. 

Binni hefur fylgt ketó-mataræðinu síðan í haust og í lok febrúar var hann búinn að missa rúm 30 kíló. Meðfram breyttu mataræði hefur hann einnig farið í ræktina. 

Frábær árangur hjá Binna.
Frábær árangur hjá Binna. skjáskot/Instagram
mbl.is