Langar aldrei aftur í Baywatch-líkamann

Zac Efron í Baywatch.
Zac Efron í Baywatch.

Leikarinn Zac Efron er þekktur fyrir stæltan líkama en hann langar aldrei aftur að komast í eins gott form og hann var í þegar hann lék í Baywatch-myndinni sem kom út árið 2017. Efron sagði í þætti af Hot Ones að hann væri sáttur ef hann þyrfti aldrei að komast í eins gott form. 

„Ég áttaði mig á því þegar ég var búin með myndina að mig langaði aldrei aftur í svona gott form. Þetta var svo erfitt,“ sagði Efron. 

Efron hefur alltaf verið í góðu formi en í undirbúningi fyrir myndina gekk hann lengra en nokkru sinni áður. Mátti afar lítið út af bregða til þess að líkaminn var ekki eins og hann átti að vera. 

„Þú ert með vatn undir húðinni sem þú ert með áhyggjur af, sem gerir „six-packinn“ að „four-pack“. Svoleiðis rugl. Það er bara heimskulegt og ekki alvöru,“ sagði Efron. 

Leikarinn Zac Efron hefur verið duglegur að sýna stæltan líkama …
Leikarinn Zac Efron hefur verið duglegur að sýna stæltan líkama sinn. Hér er hann árið 2014. AFP

Hann segist vera ánægður með að hafa komist í gegnum Strandvarðatímabilið en langar ekki þangað aftur. 

„Ég myndi gera þetta aftur ef það væri eitthvað nógu merkilegt en þangað til að því verður bíð ég. Ég þarf ekki á þessu að halda.“

Með viðtalinu sannast að það er oft og tíðum óraunhæft að bera sig saman við leikara á hvíta tjaldinu. Að minnsta kosti vill Efron meina að útlit hans hafi verið óraunhæft. Hann er þó tilbúinn til þess að gera margt fyrir listina en í þessu tilviki þurfti leikarinn að koma sér í eins gott form og gamli standvörðurinn David Hasselhoff. 

mbl.is