Svona jafnaði hann sig eftir skilnaðinn

Liam Hemsworth er kominn í gott form.
Liam Hemsworth er kominn í gott form. AFP

Ástralski leikarinn Liam Hemsworth segir að hreyfing hafi verið góð leið fyrir sig til að halda sér í jafnvægi og jafna sig á skilnaðinum. Hemsworth og tónlistarkonan Miley Cyrus hættu saman í byrjun ágúst í fyrra, en hann sótti um skilnað eftir að hún sást í faðmlögum með Kaitlynn Carter. 

Skilnaðurinn er genginn í gegn og Hemsworth er kominn með nýja kærustu. Hann er í einu besta formi lífs síns um þessar mundir. Hann segir í viðtali við Men's Health að hann hafi æft mikið síðastliðna mánuði og það hafi hjálpað sér að halda sér í jafnvægi. 

Liam Hemsworth og Miley Cyrus eru skilin.
Liam Hemsworth og Miley Cyrus eru skilin. AFP

Tökur á hans nýjustu þáttum, Most Dangerous Game, hjálpuðu einnig til en hann þurfti að hlaupa mikið við tökurnar. „Ég eyddi bróðurpartinum af því verkefni hlaupandi um göturnar og lenti í miklum barsmíðum einnig. En það var samt frábært því það hélt mér á hreyfingu. Ég hljóp um 10 kílómetra á hverjum degi á tímabili, sem er nokkuð sem ég hef aldrei gert,“ sagði Hemsworth. 

Hann er stoltur af árangri sínum enda vann hann hörðum höndum að því að koma sér í þetta form. 

mbl.is