Ótrúlegur munur á fyrrverandi playboy-fyrirsætu

Shanna Moakler gerði breytingar á lífi sínu.
Shanna Moakler gerði breytingar á lífi sínu. skjáskot/Instagram

Bandaríska fyrirsætan og leikkonan Shanna Moakler greindi í vikunni frá því hversu miklum breytingum líkami hennar hefur tekið á undanförnum tveimur árum. Hún segir að þrátt fyrir að einhverjum finnist hún kannski ekki líta svo illa út á „fyrir“-myndinni hafi líf hennar breyst mjög síðan myndin var tekin.

„Ég faldi þyngd mína vel en mér leið ekki vel. Ég var mjög óhamingjusöm, vansæl og ég æfði eins og brjálæðingur án árangurs,“ sagði Moakler um líðan sína á Instagram. Hún segir nokkrar ástæður fyrir því að henni gekk illa að ná árangri, líkamlega og andlega. 

Hin 45 ára gamla stjarna var eitt sinn ungfrú Bandaríkin og sat fyrir í Playboy. Hún hafði hins vegar þyngst töluvert. Stjarnan kennir meðal annars hormónum um sem hún segir lækni hafa selt sér til þess að hagnast á persónulega. Hún þurfti ekki á hormónunum að halda og þyngdist um 18 kíló. 

Hún segist einnig hafa verið í mjög óheilbrigðu ástarsambandi og leitað sér huggunar í mat. Dugnaður hennar í ræktinni hafði því ekki mikið að segja. Þegar hún breytti til hætti hún í ástarsambandinu.

Til að breyta líkama sínum hætti Moakler ekki bara á hormónum og fór að borða hollt þar sem hún fór einnig til lýtalæknis til þess að láta laga líkamann eftir fæðingar.

Hún breytti um mataræði með hjálp næringarfræðings, fór að borða vel og borða út frá blóðflokki sínum. „Ég hætti að borða út frá tilfinningum og byrjaði að borða til að veita líkamanum eldsneyti.

Það er engin auðveld leið, það er ekkert sem gerist á einni nóttu,“ segir Moakler. „Núna æfi ég daglega, ég borða enn hollt en ég leyfi mér einstaka sinnum eitthvað gott og ég hef lært mikið á þessari reynslu síðustu tvö ár.“

View this post on Instagram

Ok ignore how absolutely awful I look in these photos 😂 but I wanted to post my progress over a year, now I know people are gonna say you look fine on the photo on the left ( and that’s sweet) I hid my weight pretty well but I wasn’t fine, I was super unhappy, miserable and I was working out like an animal with no results for a couple reasons...1) I had a doctor lie to me and give me hormones I didn’t need which made me gain 40lbs ( this is common as the more they sell the more bonuses they get, like trips to Hawaii!) 2) even though I was working out I ate like shit because I was in a completely unhealthy relationship...I first had my mommy make over with @drleifrogers this was to fix my muscles which was probably the best thing I ever did in my life!! I am so grateful for him and his staff! And if you have had c sections or recti diastassis from babies look into it! My YouTube video on my journey is on my link tree in bio! 3)! I started working with @davidallennutrition who finally got the hormones out of my system and got me eating properly, he custom makes plans to your bloodwork!! It’s epic! I stopped eating for emotional pleasure and started eating to fuel my body. I also started using @bombshell_news workouts and conquered my fear of weights... and finally got out of a relationship that didn’t empower me. There was no easy fix, there was no overnight plan... but i had an awesome team and I now just work out daily, I still eat healthy but allow myself some good stuff and I’ve learned soooo much from the whole experience the last two years! I hear from moms and newly divorced women everyday who are in the thick of things and I wanted to show if I can do it, I know you can too! ❤️👊🏼⚓️💪🏼

A post shared by Shanna Moakler (@shannamoakler) on Apr 13, 2020 at 1:53pm PDTmbl.is