Þú getur slakað á: G-bletturinn er ekki til!

Konur eru fullkomnar eins og þær eru. Leitin að G-blettinum …
Konur eru fullkomnar eins og þær eru. Leitin að G-blettinum hefur orsakað að 11% kvenna forðast kynlíf því þær finna ekki blettinn. Ljósmynd/Colourbox

Á vef Cosmopolitan má finna áhugaverða grein byggða á vísindum um G-blettinn þar sem það er staðhæft að töfrabletturinn sé ekki til. Af þessum sökum mun tímaritið aldrei birta greinar um leitina að blettinum, og smána þannig konur sem hafa verið settar niður eða undir í samfélaginu vegna þess að þær finna ekki þennan stað á sér. 

Að sjálfsögðu er ekki verið að hallmæla þeim sem telja sig vera með þennan blett, heldur verið að setja fókusinn á raunveruleikann og þannig ýta undir kynheilbrigði kvenna með allskonar kynfæri. 

Konur hafa ekki alltaf verið þrælar G-blettsins ef marka má greinina. Fyrir níunda áratug síðustu aldar, gátu konur um frjálst höfuð strokið og upplifað sig í lagi þó þær finndu ekki blettinn.  

Umfangsmikið hagkerfi hefur myndast í kringum G-blettinn, sem hægt er að sjá ef maður leitar að töfrablettinum á Google. Tugþúsundir greina fjalla um leiðina að G-blettar unaði og svokallað G-bletta hagkerfi hefur verið að vaxa og dafna þar sem boðið er upp á m.a. G-bletta víbratora, G-bletta smokka, G-bletta sleipiefni. Það er jafnvel hægt að fara á G-bletta námskeið ef því er að skipta. 

Að sama skapi má sjá fjöldann allan af íslenskum greinum þar sem konur spyrja meðal annars: Hvar í fjandanum er G-bletturinn minn?

Konan sem fann G-blettinn fyrst

Dr. Beverly Whipple og teymið hennar komu fyrst fram á sjónarmiðið með kenninguna um G- blettinn er þau kynntu tilgátuna fyrir þýska vísindamanninum Ernst Gräfenberg. Þau töldu G-blettinn á þeim tíma vera viðkvæma litla baun.  

Whipple segir að rannsóknahópurinn hafi aldrei ætlað að setja gögnin fram á einfaldan hátt líkt og allar konur ættu að finna þessa baun og það var lausnin eða eina markmiðið með  kynlífinu. Hún segir fjölmiðla hafa tekið hugmyndir þeirra og sett þær fram á þennan einfalda hátt sem síðar hefur ruglað fólk í rýminu.
Sem er alvarlegt því 11% kvenna forðast kynmök í dag samkvæmt könnun Cosmopolitan, þar sem þær finna ekki G-blettinn á sér og finna þar af leiðandi til vanmáttar. 
Rannsakendur finna heldur ekki G-blettinn
Einhverjar rannsóknir hafa verið gerðar á G-blettinum. M.a. sýndu rannsakendur fram á árið 2012 að G-bletturinn gæti verið til en hann sé ekki blettur heldur meira taugaknippi eða lítil snúra. Þetta var sett fram í tímaritinu: The Journal of Sexual Medicine. 
Rannsakendur hafa þó átt erfitt með að styðja staðhæfinguna um G-blettinn sem dæmi var leitað vel árið 2006 og ekkert fannst. Árið 2012 var reynt að sanna tilurð blettsins sem ekki gekk. Ein umfangmesta rannsóknin á kynfærum kvenna var gerð árið 2017, þar fannst ekkert heldur. 
Það er því ekki að undra að 44% kvenna hafa fundið fyrir kvíða og óöryggi við að finna blettinn. 
Dr. Nicole Prause, sem sérhæfir sig í taugavísindum með sérstaka athygli á fullnægingu og kynferðislega örvun kvenna segir að hún hafi aldrei skilið af hverju G-bletturinn hafi á sínum tíma fengið stimpilinn um að vera nýtt líffæri sem tengist kynlífi. Að hennar sögn eru kynfæri kvenna afskaplega ólík og því ekki hægt að segja að allar konur eigi að gera þetta eða hitt til  að upplifa ánægju í kynlífi. 
Hún segir að sumar konur séu með nokkra litla staði þar sem þær eru næmari en ella. En sumum konum verður bara mál að pissa við þær leiðir sem boðaðar eru til að ná hámarki vellíðunar með G-blettinum. Þannig eru þær bara gerð af náttúrunnar hendi. 
Þrátt fyrir þetta eru ennþá aðilar sem trúa á G-blettinn. Margir af þeim eru ofurklárir vel meinandi sérfræðingar í kynlífi. Samkvæmt blaðamanni Cosmopolitan segir hún þessa aðila frekar heita í hamsi þegar málið er borið upp. Einn þeirra til að mynda skellti á blaðamann í símanum þegar spurningin var borin upp. 
Allar konur eru fullkomnar eins og þær eru
Þeir sem vilja skoða þessa hluti út frá heiðarleika, vilja nálgast konur út frá því að þær viti sannleikann um líkama sinn. Þær eru ekki gallaðar þó þær finni ekki G-blettinn á sér, því það eru engar sannanir fyrir því að hann sé á ákveðnum stað eða yfir höfuð til. 
Að sjálfsögðu eru sumar konur að finna G-blettinn þar sem hann er sagður vera. En sumar konur eru bara ekki með hann þar. Sem er eðlilegt. Hann gæti verið á nokkrum stöðum, aðeins meira til vinstri eða bara ekki til staðar í kynfærunum. Þess vegna ættu konur að gera bara það sem þeim finnst gott í stað þess að halda að hlutirnir ættu að vera öðruvísi. 
Fyrirstaða í kerfinu til að rannsaka kynfæri kvenna
Flestir sem sérhæfa sig á þessu sviði eru sammála að rannsaka þurfi kynheilbrigði kvenna betur. Rannsakendur sem talað var við fyrir greinina segja fyrirstöðu og fordóma ríkja í kerfinu. Einn rannsakandi vildi rannsaka fullnægingu kvenna árið 2015 og fékk höfnun þar sem nefndin sem átti að samþykkja rannsóknina vildi ekki að konur væru að fá fullnægingu á rannsóknarstofunni.
Af hverju þessi fyrirstaða er til staðar í kerfinu er erfitt að segja. Kannski vill fólk halda lengur í þessa hugsun um G-blettinn og sá iðnaður sem er kominn á bak við blettinn sé of stór og umfangsmikill - svo betra sé að konur lifi í skömm en að sannleikurinn fái að líta dagsins ljós.
Cosmopolitan gerði könnun á viðhorfum karla, þar sem kom í ljós að 80% þeirra trúðu að G-bletturinn væri til. 60% karla töldu G-bletta fullnæginguna bestu leiðina fyrir konur að fá fullnægingu. 
Staðreyndin er hins vegar sú að 31% kvenna sögðust hafa fundið fyrir uppnámi hjá maka sínum við leit að G-blettinum, sem þeir ekki fundu. Þetta gefur vísbendingu um að bletturinn sem átti í upphafi að auka ánægju okkar allra, hafi endað á því að færa skömm inn í kynlíf margra kvenna. 
Í það minnsta sögðu meira en helmingur kvenna sem Cosmopolitan talaði við fyrir greinina að þær upplifðu sig sem minni en þær konur sem geta fengið fullnægingu í gegnum G-blettinn. 11% einsettu sér að forðast kynlíf algjörlega út af blettinum. Konur upplifa jafnvel frá vinkonum sínum staðhæfingar um að þær þurfi að leita betur inn í kynfærunum, ef þær geta ekki komið algerlega í gegnum samfarir. Konur sem fengu góðar fullnægingar sögðust vera að fara á námskeið til að fá betri fullnægingar sem þær höfðu heyrt að gæti komið í gegnum G-blettinn. 
Sumir karlar vilja halda í blettinn
Þrýstingurinn er stundum einnig kominn frá körlum en 80% þeirra telja konur vera með þennan töfrahnapp sem eigi að breyta öllu. 

Pör höfðu jafnvel meitt sig við harkalega leit af þessum bletti. Margir hafa gefist upp en aðrir halda áfram að leita. 22% karla segja megin athygli þeirra í kynlífinu vera að finna G-blettinn á konunni sinni. Sumir þeirra bera maka sinn við fyrrverandi og staðhæfa að þær hafi verið minni vinna að þessu leiti. Sem lætur konur efast um að þær séu eðlilegar. 

Af þessum sökum segir Cosmopolitan að siðferðisleg skylda þeirra sé að hætta að birta greinar um leitina að bölvaða blettinum. Whipple sjálf segist sjá eftir því að hafa komið fram með þessa hugmynd í upphafi. Cosmopolitan ætlar að halda við þetta loforð þangað til fyrirbærið er rannsakað betur og ný gögn líta dagsins ljós sem styðja fyrirbærið. 

Konur eru allskonar og eiga að fá frið fyrir G-blettinum. Ánægju er hægt að upplifa á margan hátt í gegnum kynlíf og engin kona ætti að finnast hún minni en en aðrar konur af því hún er ekki með G-blettinn sem rannsakendur eiga hvort eð er erfitt með að sanna að sé til svo enginn vafi sé á. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Hallmundur Kristinsson: G