Sóli er 94 kíló og ætlar að létta sig

Sólmundur Hólm ætlar að létta sig.
Sólmundur Hólm ætlar að létta sig. mbl.is/Ómar

Skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm eða Sóli Hólm eins og hann er gjarnan kallaður greindi frá því á Instagram að hann væri byrjaður í nýju lífsstílsátaki. Sóli kallar átakið líffærin í lag og greinir hann frá því að hann sé orðinn 94 kíló og ætli að létta sig um 12 til 14 kíló. 

Sóli segist ætla að létta sig og þar með minnka álagið á líffærin. Til að ná markmiði sínu segist hann ætla að fasta hluta úr degi og vera á ketó-mataræðinu. Hann ætli þó að taka sér einn svindldag í viku til þess að halda átakið út. Sóli greinir frá því að hann hafi oft náð af sér 10 til 12 kílóum með svipuðum hætti en alltaf bætt á sig aftur þar sem hann lýsir sér sem öfgamanni og fíkli í mat.

Sóli segist vera 94 kíló og rétt yfir 180 sentímetrar á hæð. Hann lofar fylgjendum sínum því að þyngdin sé ekki bara vöðvar. Nú verður spennandi að sjá hvort Sóli stendur við stóru orðin og léttir sig um 12 til 14 kíló. 

Stóra spurningin er hvort lífsstílsbreytingin sé vegna komandi brúðkaups en hann og Viktoría Hermannsdóttir unnusta hans ætla að ganga í hjónaband á þessu ári. 

mbl.is