Gerði 300 armbeygjur á dag í 30 daga

Jose Zuniga gerði 300 armbeygjur á dag í 30 daga.
Jose Zuniga gerði 300 armbeygjur á dag í 30 daga. skjáskot/Youtube

Youtube-stjarnan Jose Zuniga var orðinn þreyttur á því að byggja ekki upp stæltan efri líkama. Hann ákvað því að gera 300 armbeygjur á dag í 30 daga og árangurinn lét ekki á sér standa. Zuniga myndaði ferlið og deildi á Youtube-rás sinni Teachingmensfashion.

Zuniga gerði þrjár tegundir af armbeygjum í þremur hlutum. Hann gerði 100 armbeygjur á morgnana, 100 í hádeginu og 100 á kvöldin. Hann gerði þó ekki 100 armbeygjur í einu án þess að stoppa. Eins og sést á myndbandinu sem hann deildi með aðdáendum sínum þá reyndu armbeygjurnar töluvert á.

Youtube-stjarnan getur þó ekki aðeins þakkað armbeygjuátakinu. Sagði hann að eina leiðin til að byggja upp svona vöðvamassa væri að borða mjög mikið. Var hann að borða 4.950 kaloríur á dag. 

Zuniga myndaði ferlið og deildi á Youtube-rás sinni á dögunum eins og sjá má hér að neðan. 

mbl.is