Er meira en 13 kílóum þyngri en í fyrra

Fyrirsætan Tyra Banks.
Fyrirsætan Tyra Banks. AFP

Ofurfyrirsætan Tyra Banks greindi frá því í myndbandi á vegum Harper's Bazaar í apríl hvað hún borðar á venjulegum degi. Banks viðurkenndi meðal annars að hafa þyngst um 13 kíló síðan hún sat fyrir í sundfötum á forsíðu sundfatatímarits Sports Illustrated í fyrra. 

Í morgunmat fær fyrirsætan sér kaffi og beyglu. Banks vinnur mikið og kennir hún vinnunni um að hún borðar stundum ekki hádegismat en borð þess í stað snakk og nammi. Einnig fer hún á skyndibitastaði. „Svo ég er 13 kílóum þyngri og þau fara einn daginn, en ekki í dag,“ sagði Banks um þyngdaraukningu sína. 

Þrátt fyrir að Banks hafi verið dugleg að predika það að fegurð sé óháð aldri og vaxtarlagi segist hún hafa klætt þyngdaraukninguna af sér í myndbandinu með því að klæðast karlmannsjakka. 

Fyrirsætan segist elska mat og segir mat sérstakt áhugamál hjá sér. Henni finnst svakalega gaman að pæla í því hvert hún fer út að borða, fer á matarhátíðir, er í mataklúbbum og pantar mat frá mismunandi veitingastöðum og ber saman. 

Banks deildi myndbandinu einnig á Instgram en myndbandið var tekið upp áður en fólk var beðið um að halda sig heima. Sagði Banks að listinn yfir það sem hún borðar á einum degi hefði lengst töluvert. 

mbl.is