Ásdís Rán hefur bætt á sig 2 til 3 kílóum

Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir.

Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir greinir frá því á Instagram að hún hafi bætt á sig tveimur til þremur kílóum í kórónuveirufaraldrinum. Ásdís Rán býr í Búlgaríu þar sem hún hefur verið í einangrun í 46 daga. 

„Dagur 46 í einangrun! Þyngdaraukning 2-3 kíló,“ skrifar Ásdís Rán við sjálfumynd á Instagram og bætir því við að andleg heilsa hennar sé í hættu. Hún spyr síðan fylgjendur sína hvernig ástandið er hjá þeim. 

Ásdís Rán er líklega ekki sú eina sem hefur bætt á sig síðustu vikurnar enda líkamsræktastöðvar lokaðar og bökunarvörur hafa sjaldan selst betur. Þeir sem tjá sig við mynd Ásdísar Ránar hafa það ekki mikið betra. Sumir hafa þó meiri áhuga á útliti ísdrottningarinnar og segist einn aðdáandi vera ástfanginn af henni. 

mbl.is