Lilja Ingvadóttir selur Drekavellina

Fitness-drottningin og einkaþjálfarinn Lilja Ingvadóttir hefur sett fallegt heimili sitt í Hafnarfirði á sölu. 

Lesendur Smartlands þekkja Lilju orðið mjög vel en hún hefur þjálfað tvo leikfimishópa Smartlands í Lífsstílsbreytingunni víðfrægu. Nú er Lilja hinsvegar að flytja og er búin að setja fína húsið sitt á sölu. 

Húsið er við Drekavelli, var byggt 2008 og er 231 fm að stærð. Eins og sést á myndunum hefur Lilja gaman af því að gera fallegt í kringum sig og sína. 

Af fasteignavef mbl.is: Drekavellir 54

mbl.is