Liv keypti sögufrægt hús í Arnarnesi

Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova.
Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova.

Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova er flutt í Blikanes 20 ásamt eiginmanni sínum, Sverri Viðari Haukssyni. Þau keyptu húsið á um 230 milljónir. 

Húsið, við Blikanes 20 í Arnarnesi, var byggt 2001. Það er 460 fm að stærð. Innlit í húsið birtist í F2 fylgiriti Fréttablaðsins í janúar 2005 en þá hugðist eigandinn, Ásberg Kristján Pétursson fiskútflytjandi, selja húsið á 200 milljónir. Íburður í húsinu var töluvert umfram það sem Íslendingar þekktu á þeim tíma, en í húsinu voru til dæmis tvö eldhús. Eitt sparieldhús, sem var í sama rými og stofa og borðstofa og annað eldhús fyrir þjónustufólk. Seinna eldhúsið var staðsett í kjallara hússins ásamt sér íbúð fyrir starfsfólk. Mikið er lagt í húsið, bæði að innan og uta. Það er steinsteypt, pússað og málað að utan en hluti af framhlið hússins er klæddur líparítstrendingum. Eigendur hússins þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að sólin eyðileggi húsgögnin því í húsinu er sólvarnargler. 

Liv og Sverrir Viðar festu kaup á húsinu í apríl 2017 en Smartland sagði frá því um svipað leiti að þau væru búin að setja einbýli sitt við Ásbúð 102 í Garðabæ á sölu. 

Jörundur Áki Sveinsson knattspyrnuþjálfari og Guðrún Einarsdóttir keyptu Ásbúðina af Liv og Sverri Viðari. Húsið við Ásbúð 102 er 293 fm að stærð og ansi smekklegt að innan og utan eins og sást í umfjöllun Smartlands. 

mbl.is