Liv færði sinn hlut í dýra húsinu yfir á eiginmanninn

Liv Bergþórsdóttir var stjórnarformaður WOW air.
Liv Bergþórsdóttir var stjórnarformaður WOW air. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Liv Bergþórsdóttir, fyrrverandi stjórnarformaður WOW air, festi kaup á einu dýrasta húsi landsins 2017. Nú er hún búin að afsala sér hlutnum í húsinu.

Liv Bergþórsdóttir og Sverrir Viðar Hauksson festu kaup á fasteigninni við Blikanes 20 2017 og borguðu 230 milljónir fyrir húsið. Hún átti 50% hlut og hann 50% hlut. Þann 16. október síðastliðinn, eða skömmu áður en stjórn WOW air var stefnt vegna skuldafjárútboðs, eignaðist Sverrir Viðar húsið að fullu. Í afsali kemur fram að umsamið kaupverð sé að fullu greitt en ekki kemur fram í afsali hver upphæðin var. 

Hjónin Liv Bergþórsdóttir og Sverrir Viðar Hauksson eru búsett í …
Hjónin Liv Bergþórsdóttir og Sverrir Viðar Hauksson eru búsett í Blikanesi 20.

Húsið, sem teiknað er af Pálmari Kristmundssyni arkitekt, þykir vera eitt glæsilegasta hús landsins en í húsinu eru tvö eldhús. Annað eldhúsið er í opnu rými ásamt stofu og borðstofu en hitt eldhúsið er á neðri hæðinni og er ætlað fyrir þjónustufólk. Árið 2005 var fjallað um húsið í Fréttablaðinu og tekið viðtal við þáverandi eiganda hússins. Ekkert var til sparað þegar húsið var byggt og mikið lagt í innréttingar, gólfefni, klæðningu utan á húsinu, bílaplan og hljóðvist innanhúss. 

Hér er Liv ásamt hluta af stjórn WOW air þegar …
Hér er Liv ásamt hluta af stjórn WOW air þegar Base hótel í Reykjanesbæ var opnað 2016. Á myndinni eru Sigurlaug Sverrisdóttir, Stefán Sigurðsson, Helga Hlín Hákonardóttir, Lilja R. Einarsdóttir, Liv Bergþórsdóttir og Skúli Mogensen. mbl.is/Sigurjón Ragnar
mbl.is