Magnús leigir höllina á 550 þúsund á mánuði

Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sett húsið …
Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sett húsið á leigu.

Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sett einbýlishús sitt við Huldubraut í Kópavogi á leigu. Húsið er 360 fm að stærð og vill hann fá 550 þúsund fyrir húsið á mánuði. 

Árið 2017 setti Magnús Ólafur húsið á sölu og var verðmiðinn á því 150 milljónir. Húsið stendur á besta stað í Kópavogi, beint á móti Nauthólsvík, og er með sjávarútsýni. Stórir og miklir gluggar prýða stofuna og eru vandaðar innréttingar í húsinu en það var áður í eigu Ólafs Ólafssonar útrásarvíkings og Ingibjargar Kristjánsdóttur arkitekts. 

Ólafur Ólafsson bjó við Huldubraut 28 ásamt eiginkonu sinni og …
Ólafur Ólafsson bjó við Huldubraut 28 ásamt eiginkonu sinni og börnum. mbl.is/Golli

En salan gekk ekki eftir og þá leigði Magnús Ólafur húsið út til ferðamanna í gegnum airbnb. Nú er lítið að gerast á þeim markaði og er húsið nú auglýst til sölu á leiguvef mbl.is. 

„Flott 360 m2 einbýlishús rétt við sjóinn og flott útsýni yfir Fossvoginn. Húsið er byggt í 1992 með stórri stofu með háum gluggum með útsýni yfir Fossvoginn að Nautholtsströnd, stór borðstofa og stórt eldhús, með borðplássi. Skrifstofa/bókasafn, 4 stór svefnherbergi, 3 1/2 baðherbergi, stórt þvottahús og risastór 180 m2 kjallari (ekki talinn með í 360 m2 íbúðarrými), með stóru baðherbergi með heitum pott og sauna. Stór innanhússbílskúr fyrir 2 bíla með upphleðslu fyrir rafagnsbíl,“ segir í auglýsingu á leiguvef mbl.is. 

Af leiguvef mbl.is: Huldubraut 28 

Útsýnið úr húsinu er heillandi.
Útsýnið úr húsinu er heillandi.
Húsið er reisulegt að utan.
Húsið er reisulegt að utan.
mbl.is