Fallegt og fullorðinslegt heimili við Nýhöfn í Garðabæ

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Nýhöfn 4 í Garðabæ stendur ákaflega heillandi 140 fm íbúð sem stendur í húsi sem byggt var 2008. Íbúðin er með fallegu útsýni út á sjó og er innréttuð af mikilli smekkvísi. 

Falleg húsgögn eftir þekkta hönnuði prýða íbúðina. Veggir eru málaðir í gráum tónum en eldhúsið er blátt. Í eldhúsinu er notalegur borðkrókur með sófa sem er nauðsynlegt ef þér finnst gott að leggja þig eftir matinn. Við borðkrókinn eru gráar og bláar Sjöur eftir Arne Jacobsen og fara þær vel við kringlótt antík-borð. 

Á gólfunum er parket með litlum og nettum gólflistum en á baðherbergi eru flísar. 

Klassísk málverk í gullrömmum fara vel við nútímalegri lampa og stóla Børge Mogensen sem er að finna í nokkrum útgáfum á heimilinu. Útkoman er falleg og fullorðinsleg. 

Af fasteignavef mbl.is: Nýhöfn 4

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is