Jólaljósin upp á ný til að lífga upp á tilveruna

Hér má fallega skreytt hús í Garðabæ fyrir jólin. Nú …
Hér má fallega skreytt hús í Garðabæ fyrir jólin. Nú er tíminn til að taka jólaljósin upp aftur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Að hugsa jákvætt hjálpar til að takast á við ástandið í heiminum í dag. Erlendis hefur fólk tekið vel í þá hugmynd að kveikja á jólaljósunum aftur. Fólk hefur birt myndir af jólaljósunum undir myllumerkjunum LightsForLife og CoronaKindess

Ekki er vitað hvaðan hugmyndin kom fyrst en undanfarna daga hefur fólk verið duglegt að birta myndir af jólaljósum á samfélagsmiðlum.

Nú er bara að kíkja niður í geymslu og taka fram jólaljósin, mögulega eiga sumir eftir að taka niður ljósin og geta bara stungið seríunni aftur í samband. Jólaljósin gefa frá sér birtu og eru táknmynd vonar og jákvæðni á erfiðum tímum. 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af jólaljósum sem fólk hefur birt Twitter eftir að átakið hófst. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman