Myndir vilja hafa þessi „brjóst“ í stofunni?

Hvað sjáið þið?
Hvað sjáið þið? skjáskot/Twitter

Nú þegar við eyðum óvenju miklum tíma heima hjá okkur komum við kannski auga á hluti á heimilinu sem við höfum ekki tekið eftir áður. 

Michael nokkur tók eftir því á áttunda degi í sóttkví heima hjá sér að lýsingin heima hjá honum er töluvert klúrari en lagt var upp með í byrjun. Loftljósin í stofunni hjá honum mynda nefnilega brjóst þegar rökkva tekur og kveikt er á ljósunum. 

Þetta sýnir eflaust hversu góð lýsing á heimilinu skiptir miklu máli!

mbl.is