Eru þetta hræðilegustu heimaskrifstofur veraldar?

Vinnur þú á klósettinu?
Vinnur þú á klósettinu? ljósmynd/Twitter

Flestir sem geta vinna nú heima hjá sér. Ekki búa allir svo vel að vera með sérstaka skrifstofu og hvað þá skrifborð sem hægt er að hækka og lækka. Hin bandaríska Jules Forrest byrjaði vinsælan Twitter-þráð á því að birta mynd af heimaskrifstofu sinni. Fölmargir fylgdu í kjölfarið og birtu myndir af misflottum heimaskrifstofum. 

Margir hafa greinilega verið að reyna að búa til hækkanlegt skrifborð. Fólk hefur unnið úti við ruslatunnu, við strauborð og á hlaupabretti. Aðrir eru ekki einu sinni að reyna og vinna bara uppi í rúmi. 

Er þín heimaskrifstofa eitthvað betri en þessar?

Þvottakarfan kemur að góðum notum.
Þvottakarfan kemur að góðum notum. ljósmynd/Twitter
Sagði einhver heimavinna og heimaæfing?
Sagði einhver heimavinna og heimaæfing? ljósmynd/Twitter
Klósettpappírinn kemur sér vel.
Klósettpappírinn kemur sér vel. ljósmynd/Twitter
Stutt í vínflöskuna.
Stutt í vínflöskuna. ljósmynd/Twitter
Strauborðið er næsti bær við hækkanlegt skrifborð.
Strauborðið er næsti bær við hækkanlegt skrifborð. ljósmynd/Twitter
Líklega vinna margir uppi í rúmi.
Líklega vinna margir uppi í rúmi. ljósmynd/Twitter
Í góðu veðri er hægt að vinna úti.
Í góðu veðri er hægt að vinna úti. ljósmynd/Twitter
Á ganginum.
Á ganginum. ljósmynd/Twitter

mbl.is