Jenner keypti villu á milljarða í Holmby Hills

Jenner keypti rándýra villu í Los Angeles fyrir skömmu.
Jenner keypti rándýra villu í Los Angeles fyrir skömmu. Samsett mynd

Milljarðamæringurinn Kylie Jenner festi nýlega kaup á húsi í Holmby Hills-hverfinu í Los Angeles. Kaupverðið var samkvæmt TMZ 36,5 milljónir Bandaríkjadala eða um 5,3 milljarðar íslenskra króna. 

Húsið er rúmir 14 þúsund fermetrar og allt á einni hæð. Þar af eru tvær minni auka íbúðir í húsinu auk 7 svefnherbergja og 14 baðherbergja. Uppsett verð var 45 milljónir Bandaríkjadala svo Jenner hefur náð að prútta verðið niður, en fasteignasalinn er sá hinn sami og seldi henni hús hennar í Calabasas þar sem hún býr nú. 

Ljósmynd/Zillow
Ljósmynd/Zillow
Ljósmynd/Zillow
Ljósmynd/Zillow
mbl.is