Marmari og harðparket í heillandi heimi við Skaftahlíð

Við Skaftahlíð í Reykjavík stendur 133 fm íbúð á besta stað. Húsið sjálft var byggt 1954 og hefur íbúðin verið endurnýjuð á einstaklega smekklegan og áreynslulausan hátt. 

Í eldhúsinu má sjá gráa sérsmíðaða innréttingu þar sem viðareiningum er blandað saman við sprautulökkun. Á borðplötu er Fenix sem er hitaþolið efni en á eyjunni er viður. Marmaraflísar setja svip sinn á eldhúsið sem er málað í mjúkum gráum lit sem er umvefjandi og heillandi. 

Stofan er fallega innréttuð með smekklegum húsgögnum sem tónar vel við dökk harðparketið sem prýðir gólfin. 

Eins og sést á myndunum er mikill heildarsvipur á íbúðinni og engin feilnóta slegin. 

Af fasteignavef mbl.is: Skaftahlíð 29

mbl.is