Þetta eru þættirnir sem hönnunartýpurnar elska

Sjónvarp Símans Premium hefur hafið sýningar á áströlsku þáttaröðinni The Block sem margir Íslendingar muna eflaust eftir. Þættirnir voru fyrst sýndir á Stöð 2 árið 2004 og í kjölfarið var gerð íslenska þáttaröðin Hæðin sem sýnd var 2008. 

Þrátt fyrir að The Block hafi ekki verið sýndir í íslensku sjónvarpi í mörg ár hafa þættirnir verið gríðarlega vinsælir í Ástralíu undanfarin ár. Sjónvarp Símans Premium býður áhorfendum upp á einn þátt á dag næstu vikurnar en þetta er 14. þáttaröðin sem framleidd hefur verið af The Block. 

Þættirnir ganga út á það að fimm tveggja manna lið fá tækifæri til að breyta íbúðum í niðurníðslu í glæsileg heimili í spennandi keppni. Liðin fá eina viku fyrir hvert herbergi eða rými íbúðarinnar og eru í stanslausu kapphlaupi við klukkuna þegar þau leggja allt í sölurnar til að klára verkefni vikunnar. Það reynir ekki bara á hönnunarhæfileikana heldur einnig á sambönd kependanna og dramatíkin er mikil.

mbl.is