Allt svart og seiðandi í 56 fm íbúð í 105

Við Rauðarárstíg í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér til ansi smartan heim á 56.4 fermetrum. Um er að ræða íbúð sem stendur í húsi sem byggt var 1942. 

Plássið er vel nýtt í íbúðinni og er búið að endurnýja hana töluvert. Í eldhúsinu er til dæmis ný svört innréttingin, með svörtum flísum á veggjum og góðu skápaplássi. Í eldhúsinu er svartur vaskur, svartur krani yfir vaskinum og svartur bakaraofn. 

Eldhúsið er að hluta til opið inn í stofu þar sem komið er fyrir litlu borðstofuborði og sófa. Á gólfunum er parket nema á baðherberginu, þar er allt flísalagt í hólf og gólf. 

Eins og sést á myndunum er plássið nýtt vel en frá Rauðarárstíg er stutt í allar áttir, niður í bæ, í Kringluna og niður að sjó. 

Af fasteignavef mbl.is: Rauðarárstígur 32

mbl.is