Ragnar Agnarsson flytur úr Skerjafirðinum

Ragnar Agnarsson er eigandi Sagafilm sem framleiðir marga af vinsælustu …
Ragnar Agnarsson er eigandi Sagafilm sem framleiðir marga af vinsælustu sjónvarpsþáttum landsins.

Ragnar Agnarsson eigandi Sagafim hefur sett sitt falleg einbýli í Skerjafirði á sölu. Húsið er 185.1 fm að stærð og var byggt 1960. 

Húsið er vel skipulagt og stendur á góðum stað í Skerjafirðinum. Í húsinu eru sex herbergi, tvær stofur og tvö baðherbergi. 

Eldhúsið er stórt með hvítri innréttingu og hvítum borðplötum. Ofninn og eldavélin eru extra stór þannig að hægt er að elda ofan í mjög marga án þess að skorti pláss í ofni eða á hellu. 

Á gólfunum er fallegt parket og eru flest rými hvítmáluð. 

Í kringum húsið er gróinn garður sem búið er að endurnýja mikið. Þar er stór verönd, fallegur gróður og hellur í grasinu sem skapa skemmtilegt andrúmsloft. 

Af fasteignavef mbl.is: Bauganes 37

mbl.is