Breyttu hreysi í höll með viðarklæðningu

Hér er búið að setja svarta klæðningu á vegginn við …
Hér er búið að setja svarta klæðningu á vegginn við hliðina á arninum.

Eitt það ferskasta á markaðnum í dag er viðarklæðningar. Auðvelt er að festa þær upp enda koma þær í einingum sem hægt er að festa saman án mikils vesens. 

Nýlega hóf verslunin Ebson að flytja inn viðarklæðningar frá WoodUpp, sem er danskt hönnunarfyrirtæki. Þessar viðarklæðningar setja heldur betur svip sinn á heimilið og færa það upp á annað plan.

Viðarklæðningarnar koma í sjö litum en inni á milli viðarstrimlanna er þæfð ull. Efnið er því ekki bara fallegt sem klæðning á heimili heldur virkar sem hljóðdempun líka og hefur efnið betri hljóðvist. Viðarklæðningarnar eru umhverfisvænar og koma í einingum þannig að fólk sem er þokkalega handlagið ætti að geta fest klæðningarnar upp sjálf.

Hægt er að nota viðarklæðningu á nánast hvað sem er. Á heimili nokkru í Reykjavík var viðarklæðning sett undir borðplötu á eyju og í eldhúsinu. Eins og sést á myndinni er það ferlega vel heppnað og smart. Klæðningarnar eru mjög fallegar í ljósum viðarlit en þær eru líka ofursvalar í svörtum lit.

Ef það er eitthvað sem vantar inn á heimili þitt, hvort sem það er hljóðvist eða betri stemning, þá gætu þessar viðarklæðningar mögulega átt heima inni á þínu heimili.

Hér er búið að setlja ljósa viðarklæðningu undir eyju á …
Hér er búið að setlja ljósa viðarklæðningu undir eyju á á veggi í íslensku eldhúsi.
Hér er klæðningin notuð í kringum sjónvarp.
Hér er klæðningin notuð í kringum sjónvarp.
Hér má sjá hvernig viðarklæðningin er notuð á vegg í …
Hér má sjá hvernig viðarklæðningin er notuð á vegg í borðstofu.
Hér er viðarklæðningin á vegg í borðstofu.
Hér er viðarklæðningin á vegg í borðstofu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »