Ingrid og Sólrún selja New York-loft við Súðarvog

Við Súðarvog í Reykjavík stendur glæsileg 138,4 fm íbúð á efstu hæð í iðnaðarhúsnæði. Búið er að innrétta íbúðina í anda loftíbúða New York-borgar. Eigendur íbúðarinnar eru Ingrid Jónsdóttir leikkona og Sólrún Jónsdóttir ljósmyndari.  

Heimili þeirra er einstakt fyrir margar sakir. Það loftar vel á milli rýma og litrík húsgögn og skrautmunir fá að njóta sín á heillandi hátt. 

Eldhúsið er opið með risastórri eyju. Hátt er til lofts og vítt til veggja. Engir efri skápar eru í eldhúsinu heldur opnar hillur sem gera eldhúsið enn þá meira spennandi. Listverk, þvottavél og háfur koma við sögu og það sést hreinlega í gegnum myndirnar að það er góð stemning í þessu eldhúsi. 

Eldhúsið er tengt stofunni og þar eru rauður leðursófi í forgrunni ásamt tveimur grænum leðurstólum. 

Af fasteignavef mbl.is: Súðarvogur 36

mbl.is