Svona búa Harry og Meghan í Los Angeles

Harry og Meghan eru flutt til Los Angeles.
Harry og Meghan eru flutt til Los Angeles. AFP

Hertogahjónin Harry og Meghan fluttu til Los Angeles í mars en þau eru sögð búa í glæsihýsi eins ríkasta manns í skemmtanaiðnaðinum, Tyler Perry. Perry hefur deilt þó nokkrum myndum af húsinu sem hertogahjónin eru nú sögð búa í ásamt eins árs gömlum syni sínum Archie. 

Húsið sem var byggt árið 2012 er allt hið glæsilegasta í lokuðu hverfi í Los Angeles. Húsið er með átta svefnherbergjum og 12 baðherbergjum. Glæsilegt útsýni er úr húsinu eins og Perry hefur meðal annars sýnt sjálfur frá á Instagram. Á lóðinni er meðal annars sundlaug og annað sem þarf til þess að njóta góða veðursins í Los Angeles. 

Ekki er vitað hvort hjónin séu gestir Perry eða leigi hús hans á meðan hann er ekki í borginni. Hjónin eru sögð hafa komist í kynni við Perry í gegnum Opruh Winfrey sem mætti meðal annars í brúðkaup Harry og Meghan fyrir tveimur árum. 

Svo virðist sem hjónin eigi nóg af velvildarmönnum en þau bjuggu áður í lúxushúsi í Kanda í nokkra mánuði áður en þau fluttu sig um set yfir til Bandaríkjanna í mars. 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Perry hefur birt úr húsi sínu. 

Hátt er til lofts í stofunni eins og sést á mynd þar sem Stevie Wonder sést spila á flygil í afmæli Perry árið 2014. 

View this post on Instagram

Stevie at the piano in my living room for my 45th birthday bash. I had to pinch myself. ;-)

A post shared by Tyler Perry (@tylerperry) on Sep 22, 2014 at 1:57pm PDT

Eldhúsið er rúmgott. 

View this post on Instagram

Over my stove in LA. Surround yourself with things that remind you to never give up.

A post shared by Tyler Perry (@tylerperry) on Apr 15, 2013 at 7:40am PDT

Perry birti mynd af svölum í húsinu sem sýna glæsilegt útsýni. 

Innréttingar og húsgögn er íburðarmikil eins og Perry sýndi á mynd sem hann birti á Instagram fyrir nokkrum árum.

mbl.is