Glerveggurinn í stofunni breytir íbúðinni

Ljósmyndir/Fasteignaljósmyndun.is

Við Hafnarbraut í Kópavogi stendur falleg 56,5 fm íbúð í húsi sem byggt var 1988. Íbúðin er mjög vel skipulögð og hefur vakið sérstaka athygli fyrir glervegg nokkurn sem stúkar af stofu og hjónaherbergi.

Hér er hver flötur nýttur út í ystu æsar. Parket er á gólfum nema á baðherbergi og eru allar innréttingar í eldhúsi frá HTH. Uppþvottavélin er innfelld og koma öll eldhústæki frá Ormsson. 

Í íbúðinni er pláss fyrir allt sem fylgir manneskjum sem hafa tileinkað sér mínimalískan lífsstíl. Ekkert óþarfa prjál er að þvælast fyrir og gerir glerveggurinn mikið fyrir heildarrýmið. 

Af fasteignavef mbl.is: Hafnarbraut 11

mbl.is