Pistlar:

1. apríl 2020 kl. 20:13

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Spretthlaup og langhlaup í baráttunni við veiruna

Sá vandi sem heimurinn er að glíma við núna mun hafa varanleg áhrif á samfélög og viðskiptakerfi þjóða heimsins. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, segir ástandið nú verstu ógn mannkynsins frá seinni heimsstyrjöldinni. Staðan sem nú er uppi er um margt einstök eins og við verðum öll áþreifanlega var við á hverjum degi. Það blasir við að í fyllingu tímans verður að gera heiðarlega úttekt á upptökum veirunnar, útbreiðslu hennar og viðbrögðum heilbrigðisyfirvalda.

Flest lönd verða að endurskilgreina áhættumat sitt og endurmeta forgangsröðun sína. Um leið verða mörg alþjóðasamtök og alþjóðastofnanir krafðar sagna um hlutverk sitt og hvernig þau reyndust á tímum veirunnar. Öruggt má telja að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) verði endurmetin frá grunni en víða má greina vonbrigði með það hvernig stofnunin hefur tekið á veirunni. Hafi einhver sýnt andvaraleysi þá var það líklega WHO. Á svona stundu virðist hlutverk Sameinuðu þjóðanna veigalítið og sama má segja um Evrópusambandið en hér var fyrir stuttu vikið að vonbrigðum sem greina hjá þeim löndum Evrópu sem verst hafa orðið úti vegna veirunnar. Fyrstu viðbrögð allra þjóða var að einangra sig og meta eigin stöðu, eðlilega. Síðar fóru ESB-löndin að aðstoða hvort annað eins og góðum nágrana sæmdi en stofnanahyggja ESB reyndist fjötur um fót þegar kom að aðgerðum. Nú þegar eru margir farnir að hafa áhyggjur af því að kostnaðurinn muni reyna mjög á sambandið og nægir þar að nefna varnaðarorð Ambrose Evans-Pritchard, alþjóðlegs viðskiptaritstjóra Daily Telegraph í London og hins hálftíræða Jacques Delors, fyrrum forseta framkvæmdastjórnar ESB. Báðir telja að fjármögnunin muni verða ESB samstarfinu um megn.sars-cov-19

Bómullarpinninn og þekkingarsamfélögin

En meira um það seinna. Það er merkilegt að velta því fyrir sér að hlutur eins og veirusýking skuli geta lagt þekkingarsamfélag nútímans á hliðina. Skortur á jafn ómerkilegum hlutum og bómullarpinnum virtist ætla að verða okkur fjötur um fót og tafði leit að veirunni um tíma. Um leið sáum við að þekkingarfyrirtæki eins og Íslensk erfðagreining gat stokkið inn á völlinn og styrk mjög leit og rannsókn á veirunni. Við vitum af því að út um allan heim eru fyrirtæki og stofnanir með gríðarlega rannsóknargetu að skoða veiruna og reyna að þróa lyf sem geta nýst í baráttunni við veiruna.

Um síðustu helgi var áhugavert viðtal við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í Fréttablaðinu þar sem hann sagði að við værum þrátt fyrir allt ekki svo illa undirbúin fyrir veiru sem þessa. Getur það verið rétt? Eðlilega velta margir fyrir sér hvernig þekkingarsamfélög okkar tíma takast á við svona vágest, geta þau snúið saman bökum, deilt upplýsingum og þekkingu og nýtt styrkleika þar sem þá er að finna?

Þrjár leiðir í baráttunni

Sjálfsagt skilja flestir mikilvægi þess að deila þekkingu á tímum sem þessum en spurningin sem brennur á mörgum er sú hvort menn og fyrirtæki hafi þroska til að deila henni. Í fljótu bragði virðist sem þrennt þurfi að gera: Bættar prófanir, þróa veirulyf og að endingu bóluefni sem dugar til að taka veiruna úr umferð. Hugsanlega sjáum við ekki hagkerfi heimsins ná sér á strik fyrr en það verður.

Víkjum að fyrsta þættinum. Bæta prófanir og skimun þannig að auðveldara og skilvirkara sé að greina veiruna. Þær þjóðir sem hafa prófað mest virðist standa best að vígi, þar á meðal Þjóðverjar sem strax í janúar voru farnir að vinna með próf sem myndu hjálpa þeim að leita uppi smitaða.

Nú þegar er rætt um að verið sé að þróa prófanir sem geti flýtt mjög mikið fyrir því að finna smit og auðveldað leit að því. Ef með auðveldum hætti er hægt að greina skjótt hvort fólk er smitað eða ekki verður miklu auðveldara að loka á útbreiðslu sjúkdómsins. Af fréttum að dæma má hafa nokkrar væntingar um að þetta geti tekist innan ekki langs tíma.

Leitin að veirulyfjum

Í öðru lagi þarf að finna réttu lyfin/lyfjakokkteilana til að milda sjúkdóminn gagnvart þeim sem eru að fá hann núna. Líklega er þetta það sem er brýnast í bráð en þarna er þá verið að vinna með þekkt lyf og skoða hvort hægt sé að nýta þau í baráttunni við Covid-19. Fagnaðarefni var þegar greint var frá því að lyfjafyrirtækið Alvogen ætlaði að gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. Það hefur verið gefið sjúklingum með COVID-19, meðal annars á smitsjúkdómadeild Landspítalans og víðar í heiminum. Eins og Kári upplýsti í áðurnefndu viðtali gekk framan af mjög hægt framan af að berjast við AIDS veiruna, enda flóknari en Covid-19, en svo rættist úr. Skilja má Kára þannig að baráttan nú muni ganga betur.

Í þriðja og síðasta lagi þarf að finna bóluefni. Ljóst er að allt kapp verður lagt á það og lyfjafyrirtæki um allan vinna nú dag sem nótt við að þróa bóluefni. Kári benti á að þegar séu lyf komin í prófanir sem sé í raun ótrúlegur hraði þar sem ekki séu nema þrír mánuðir síðan vísindamenn fóru að fást við veiruna. Ómögulegt er að segja hve hratt lausnirnar koma en hugsanlega þarf að slá af kröfum eftirlitsins einhversstaðar, heimurinn þarf á bóluefni að halda til að geta andað léttar. Á svona tímum þurfa allir að snúa bökum saman.

mynd
30. mars 2020

Sjávarútvegurinn og fisksölubaráttan

Íslendingar eins og aðrar þjóðir treysta á verslun og viðskipti við aðra. Helsta útflutningsafurð okkar er fiskur. Það segir auðvitað ekki alla söguna því þúsundir vörutegunda finnast af fiski þó líklega sé skýrasta afmörkunin að greina vöruna í ferskan eða frosin fisk. Saltfiskur og hertur eru síðan vörutegundir sem eiga alltaf sína markaði. Stærsti hluti neytenda vilja vöruna sem ferskasta og meira
mynd
27. mars 2020

Hvaða fáni blaktir í Evrópu?

Það hljóta að hafa verið sár vonbrigði fyrir heitustu aðdáendur Evrópusambandsins að sjá fólk á Ítalíu taka niður Evrópufánann og draga þann kínverska að húni í staðinn. Slíkar myndir tóku að birtast fyrir skömmu og eru táknrænar fyrir vonbrigði margra Ítala með viðbrögð Evrópusambandsins á þeim tíma þegar Covid-19 vírusinn lék Ítali hvað harðast. En vírusinn, rétt eins og bankakreppan fyrir tæpum meira
mynd
25. mars 2020

Neikvæður hagvöxtur og breytt peningastefna

Það er varla ástæða til að tína til það sem hefur breyst undanfarna daga, bæði í hinu raunverulega hagkerfi en ekki síður í hinum kennilega. Í dag var greint frá því að peningastefnunefnd seðlabankans hefði tekið ákvörðun um að kaupa ríkisskuldabréf í stórum stíl á næstunni. Nemur heimild bankans til kaupanna 150 milljörðum króna eða um 5% af landsframleiðslu. Seðlabankastjóri sagði á fundi í meira
mynd
24. mars 2020

Sterar eða vítamín fyrir hagkerfið

Blá lónið, helsta seðlaprentunarvél hagkerfisins, er búin að loka út apríl. Rútufyrirtækin taka bílanna af númerum og Icelandair, stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, er búið að segja upp starfsfólki, setja stærsta hluta starfsmanna yfir í hlutastörf og færa niður laun þeirra sem eftir eru. Veitingastaðir, líkamsræktarstöðvar og smáþjónustufyrirtæki eru lokuð. Stór hluti þjóðarinnar er að meira
mynd
22. mars 2020

Ríkissjóður sem sveiflujöfnunarsjóður

Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í Hörpunni gær var ágæt að því leyti að hún sýnir hve víða þarf að bregðast við enda má segja að allt hagkerfið sé smitað af áhrifum veirunnar. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort hér er nægilega að gert og hvernig gengur að hrinda þessum aðgerðum í framkvæmd. Gera má ráð fyrir að næstu vikur og jafnvel mánuðir fari í að berjast við veiruna og meira
mynd
20. mars 2020

Aðlögunarhæfni sjávarútvegsins

Á nánast einni viku hafa þau tíðindi gerst að stór hluti heimsviðskipta hefur lagst af. Atvinnulíf er nánast að stöðvast víðast hvar, lönd hafa lokað landamærum sínum og alþjóðasamstarf og þjóðríkjasambönd eru endurskilgreind upp á nýtt undir orðunum; hver er sjálfum sér næstur. Það er orðið klisja að segja að við lifum á fordæmalausum tímum en allt þetta fær okkur til að endurmeta okkur sjálf meira
mynd
18. mars 2020

Haglýsing dagsins: Vírus og vaxtalækkanir

Það er ekki ofmælt að segja að efnahagur heimsins sigli í gegnum öldusjó þessa daganna. Þrátt fyrir að mönnum sé tamt að tala um fordæmalausa tíma reyna flestir að leita fordæma til að skilja ástandið. Pistlahöfundur í Markaðinum í dag vill sækja fordæmi til 11. september 2001 á meðan öðrum finnst bankakreppan 2008 nærtækara dæmi. Aðrir vilja leita allt aftur til tíma Spænsku veikinnar 1918. Þegar meira
mynd
17. mars 2020

Vírus og vísindi

Flestir trúa því að við lifum á tíma þekkingar og vísinda. Tækniþekking hverskonar vaxi svo hratt að það sé nánast ómögulegt að sjá fyrir þróun næstu ára. Þannig sé grunnþekking vísindanna í stöðum vexti samfara því að verkfræðileg geta til að koma með hagkvæmar lausnir vaxi nánast veldisfalt. Stutt er síðan við veltum fyrir okkur áhrifum gervigreindar og framandi lausnir í formi meira
mynd
14. mars 2020

Að skapa óvissu um sjávarútveginn

Staða og rekstur íslensks sjávarútvegs er mikilvægt umfjöllunarefni og eins og lesendur þessara pistla hafa án efa tekið eftir þá hefur pistlaskrifara verið málefnið hugleikið undanfarið. Að hluta til kemur það vegna áhugaverðrar fundaraðar sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa staðið fyrir undanfarna miðvikudaga úti á Granda. Þar hafa frummælendur úr öllum áttum komið að borðinu og eðlilegt meira
mynd
12. mars 2020

Velgengnisvandi sjávarútvegsins

Íslenskur sjávarútvegur hefur að margar áliti búið við of mikla velgengni eða það sem mætti kalla velgengisvanda. Kann að koma á óvart, en þetta sást ágætlega í nýlegum skrifum fyrrverandi fjármálaráðherra í Morgunblaðinu en þar kaus hann að gera hagnað sjávarútvegsins að sérstöku umfjöllunarefni. Hann taldi sig finna réttu tölurnar með því að leggja nógu mörg ár saman í eignabreytingum. meira
mynd
9. mars 2020

Fólksfækkun og flutningur vinnuafls

Fyrir stuttu var greint frá því að bæjaryfirvöld í bænum Teora í Campania á Ítalíu bjóði nú barnafjölskyldum fría leigu í tvö ár flytji þær til bæjarins. Teora er ekki fyrsti bærinn á Ítalíu sem reynir að laða til sín fleiri íbúa, en fjöldi fámennra bæja víða um Ítalíu hefur boðið húsnæði gegn lágu gjaldi til þeirra sem vilja flytja þangað. Víða á Ítalíu eru bæir að grotna niður af þeirri einföldu meira
mynd
6. mars 2020

Í óstöðugum heimi

Íslendingar sem og aðrir jarðarbúar eru minntir óþægilega á það þessa daganna að hið óvænta býr í framtíðinni. Á sama tíma fyrir ári síðan ríkti almennt mikil bjartsýni í íslensku efnahagslífi og á þeim forsendum var gengið til kjarasamninga, innan svokallaðs Lífskjarasamnings. Hann fól í sér ákveðna nálgun sem einkum var ætlað að tryggja stöðugleika og kaupmátt. Nú erum við minnt á að án meira
mynd
2. mars 2020

Frelsi til að versla og auglýsa löglega vöru

Dómsmálaráðherra hefur boðað að hún vilji afnema bann við áfengisauglýsingum. Um leið hefur hún kynnt í samráðsgátt breytingu á áfengislögum sem fela í sér undanþágu frá einokun Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis til neytenda þannig að lagt er til að heimilaður verði rekstur innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda. Hvorugt þessara frumvarpa felur í sér meira
mynd
28. febrúar 2020

Hvernig útgerðin lifði af og fór ekki til helvítis

„Íslenskur sjávarútvegur stenst erlendum keppinautum okkar ekki snúning, eins og staðan er í dag, og í raun og veru mun íslenskur sjávarútvegur stefna beint norður og niður til helvítis, verði ekki gripið í taumana.“ Svona komst Einar Oddur Kristjánsson, þáverandi formaður Vinnuveitendasambandsins og stjórnarmaður í Samtökum fiskvinnslustöðva, að orði í ræðu sinni á aðalfundi meira
mynd
26. febrúar 2020

Minnkandi fæðingartíðni vandamál í Evrópu

Síðan árið 1967 hefur frjósemi fallið um 38% í löndum Evrópusambandsins en sambandið hefur gert úrræði við fallandi tíðni að forgangsmáli. Út um alla Evrópu eru lönd og borgir að reyna að bregðast við hraðri fólksfækkun í kjölfar ört minnkandi frjósemi. Þessi vandamál eru að banka á dyr okkar Íslendinga eins og vikið var að í pistli hér fyrir stuttu. Við eins og aðrir verðum að skoða hvað er meira
mynd
23. febrúar 2020

Hvernig samfélagsmiðlar breyta heiminum

Það eru tæplega tíu ár síðan Facebook náði því marki að notendur komust upp í 500 milljónir. Þá var félagið aðeins sex ára gamalt. Fyrir þremur árum fóru notendur yfir tvo milljarða og nú eru þeir taldir vera um 2,4 milljarðar. Dálagleg tala en við blasir að fjölgun þeirra verður hægari á næstunni, einfaldlega vegna þess að af 7,7 milljörðum jarðarbúa þá hafa aðeins um 3,4 milljarðar aðgang að meira
mynd
21. febrúar 2020

Vinnumarkaðurinn: Færri Íslendingar, fleiri útlendingar

Íslenskum ríkisborgurum á vinnualdri fjölgar hægt og mun fjölga enn hægar næstu árin. Eðlilega mun þessi staðreynd hafa gríðarleg áhrif á íslenskan vinnumarkað í framtíðinni. Þeir árgangar sem koma inn á vinnumarkaðinn núna eru litlu stærri en þeir sem hverfa brott vegna aldurs. Hver árgangur næstu tíu ár telur að jafnaði um 5.000 manns en þeir sem falla brott vegna aldurs eru um 4.500. meira
mynd
19. febrúar 2020

Auðmaðurinn og Washington Post

Við afhendingu Óskars-verðlaunanna, sem við Íslendingar fylgdumst með af óvenju mikilli athygli þetta árið, tóku kynnarnir og háðfuglarnir Steve Martin og Chris Rock eftir því að Jeff Bezos, auðugasti maður heims var í salnum. Þeir gátu auðvitað ekki stillt sig um að beina skotum sínum að honum og sögðu meðal annars að Bezos væri svo ríkur að þó að hann væri nýskilinn þá væri hann enn ríkasti meira
mynd
16. febrúar 2020

Álverið í Straumsvík á tímamótum?

Á síðasta ári var þess minnst að hálf öld var liðin frá því að álframleiðsla hófst á Íslandi og eðli málsins samkvæmt var um leið 50 ára afmæli álversins í Straumsvík. Þess var getið rækilega í pistlum hér á síðasta ári enda ríkti ágæt bjartsýni um framtíð áliðnaðarins. Nú eru blikur á lofti með álverið í Straumsvík en rekstrarerfiðleikar undanfarinna ára og lágt álverð hafa eðlilega áhrif. meira