Pistlar:

6. júlí 2020 kl. 22:23

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Biden eða Trump - báðir að falla á tíma

Nú þegar fjórir mánuðir eru í forsetakosningar í Bandaríkjunum blasir við að staða sitjandi forseta er ekki sterk. Í upphafi árs virtist flest vera að falla með Donald Trump, hann naut ásættanlegs fylgis í könnunum þrátt fyrir óvenju andsnúna fjölmiðlaumræðu sem hann virðist að hluta til þrífast á. Markaðir voru á fleygiferð og atvinnuþátttaka í hæstu hæðum. Ýmsir minnihlutahópar upplifðu atvinnustefnu forsetans með jákvæðum hætti og ný störf urðu til. Ágæt sátt ríkti um stefnu hans þó ummæli hans og framkoma kæmi andstæðingum hans reglulega úr jafnvægi. Nú virðist hins vegar flest vera honum andsnúið og tímaritið Economist telur ekki nema 10% líkur á að honum takist að snúa við blaðinu og tryggja sér endurkjör. En það er enn tími til stefnu og Trump sýndi í síðustu kosningum að óvæntir hlutir geta gerst í kringum hann.bidd

Er Biden leiðtogi?

Demókratar tefla hinum 77 ára gamla Joe Biden fram gegn Trump og mikil umræða er um ástand Bidens, sem Trump kallar aldrei annað en „Sleepy Joe“, trúr baráttuaðferðum sínum. Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins hefur gert ástandi Biden ágæt skil hér heima en annars virðist furðu lítil umræða um það meðal þeirra sérfræðinga sem alla jafnan eru kallaðir til þegar bandarísk stjórnmál eru annars vegar. Engin af sérfræðingum Ríkisútvarpsins sá möguleika á kosningu Trumps á sínum tíma, svo því sé haldið til haga. Þegar kemur að forsetanum virðist draga ský fyrir útskýringar- og greiningarhæfileika þeirra. Augljóslega er Biden tekin að gamlast og því er haldið fram að hann eigi til að ruglast þegar mikið áreiti er í umræðunni og umhverfinu. Til þessa hefur hann átt þægilegar innkomur þar sem hann varpar fram stefnu sinni í „öruggu“ umhverfi. Þegar kemur fram í kosningabaráttuna mun það ekki duga. Það þarf engin að efast um að Trump mun láta hann hafa fyrir hlutunum í þeim kappræðum sem eru framundan.

Ef kjósendur upplifa Biden óöruggan og ruglaðan munu þeir fljótt hverfa frá honum. Þessu til viðbótar blasir við að Biden er ekki sterkur frambjóðandi, þó að hann hafi verið í eldlínu bandarískra stjórnmála í áratugi þá er ljóst að hann er ekki leiðtogi eins og Economist vekur athygli á. Hann virðist sjálfur hafa talið að komið væri nóg þegar Obama hætti sem forseti 2016 og tilkynnti að hann myndi ekki sækjast eftir útnefningu. En einhverra hluta vegna er hann núna kominn í baráttu við einn umdeildasta forseta Bandaríkjanna, líklega nokkrum árum of seint. Biden verður orðin 78 þegar hann tekur við sem 46 forseti Bandaríkjanna ef hlutir þróast í samræmi við kannanir.

Er varaforsetinn aðalmálið?

Þetta ástand Bidens birtist í miklum áhuga á hvern hann velji sem varaforsetaefni sitt. Það stafar sjálfsagt af því að margir telja að það muni reyna á varaforsetann fyrr en síðar. Svo virðist sem menn gefi sér að hann muni velja konu og þá hugsanlega fyrstu konuna sem verður forseti Bandaríkjanna. Margar áberandi konur í röðum demókrata hafa verið kallaðar til og virðast sumir jafnvel telja líklegt til árangurs að láta hana koma úr röðum blökkumanna. Demókratar njóta mikils fylgis meðal blökkukvenna og eiga margar frambærilegar konur í þeirra röðum. En þó þær séu frambærilegar þá blasir við að einar og sér gætu þær ekki unnið kosningar og enn og aftur mun án efa standa í kjósendum að velja blökkukonu sem forseta. Ein þeirra er hin hálfsextuga Kamala Harris sem áður hefur verið fjallað um í pistli hér. Pólitík hennar er þó fremur óljós sem á við um flestar þær konur sem nefndar hafa verið til sögunnar fyrir utan hina ríflega sjötugu Elizabeth Ann Warren sem Trump kallaði lengi vel ekki annað en „Pocahontas" vegna áhuga hennar á að kenna sig við frumbyggja Ameríku. Að lokum varð hún að biðjast afsökunar á því. En Warren er mjög vinstri sinnuð og því ókjósanleg eins og baráttumaðurinn Bernie Sanders. Hversu óánægðir sem Bandaríkjamenn verða með Trump þá munu þeir ekki kjósa svo langt til vinstri. Hugsanlega verða sérfræðingar Ríkissjónvarpsins aftur hissa að loknum kosningum í haust.

mynd
3. júlí 2020

Haglýsing á miðju ári - á bleiku skýi

Enn eru hagspekingar að reyna að átta sig á því hve djúp og alverlega kreppan sem nú ríður yfir þjóðfélagið er. Hver kreppa eða niðursveifla hefur sína gerð og sitt lag og sú von sem margir báru í brjósti í upphafi um að hún yrði V-laga núna hefur ekki ræst. Þvert á móti, við erum að sigla inn í langvinna niðursveiflu og spárnar verða alvarlegri með hverri vikunni eins og hefur verið bent meira
mynd
30. júní 2020

Nýsköpun og nýsköpunarstjórnir

Stundum detta orð í fangið á okkur sem verða töm í umræðunni án þess að við skiljum þau til fullnustu. Það á til dæmis við um samsetta orðið nýsköpun. Hvernig skilur þú það, var ég spurður í framhaldi af pistli hér fyrir stuttu. Hvernig getur sköpun verið annað en ný? Já, það má velta fyrir sér af hverju við tökum allt í einu orð eða hugtak og teljum það allra meina bót? Jú, af því að á bak meira
mynd
29. júní 2020

Brot úr sögu sjómennsku og útgerðar

Það stundum ótrúlegt að skoða hvernig staðið var að fiskveiðum hér á árum áður. Pistlaskrifari gerir sér það oft að verkefni á ferðalögum innanlands að skoða hvernig útræði var háttað og reynir að gera sér í hugarlund hvernig verbúðalífi fyrri alda var í raun og veru. Stutt heimsókn í Öndverðarnes, yst á Snæfellsnesinu um helgina sýndi glögglega að þetta líf var ekki heiglum hent. Á Öndverðarnesi meira
mynd
26. júní 2020

Hið risavaxna Borgarlínuverkefni

Þegar einstaklingar taka ákvarðanir sem augljóslega munu hafa mótandi áhrif á líf þeirra í framtíðinni er eðlilegt að þeir stoppi við og endurmeti og endurskilgreini þarfir sínar og íhugi næstu skerf. Þetta á líka að felast í opinberri stefnumótun og öll ákvarðanataka á að taka mið af þessu. Er framkvæmdin til hagsbóta fyrir almenning og bætir hún lífsgæði borgaranna, er fjármununum sem í meira
mynd
23. júní 2020

Borgarlínan - lausnin sem enginn skilur

Eftir að hafa lagst gegn allri þróun í samgöngumálum höfuðborgarinnar undanfarin áratug er komið að því að ráðast í risastóra lausn sem í raun engin veit hvað á að kosta. Borgarlína virðist sérkennileg niðurstaða fyrir höfuðborgarsvæðið sem telur á bilinu 200 til 250 þúsund manns og er því örlítið í öllu tilliti og nánast undarlegt að hafa tekist að gera samgöngumál að eilífu vandamáli hér í meira
mynd
22. júní 2020

Nýsköpun: Áhættufé og erlent fjármagn

Því er haldið fram að öll stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna í dag hafi orðið til um í kjölfar netbólunnar sem sprakk með nokkrum látum um aldamótin 2000. Eldri eru þessi fyrirtæki ekki, Facebook er stofnað 2004 og talsvert skemmra er síðan Elon Musk hóf sinn fyrirtækjarekstur sinn. Amazon var stofnað 1994 en þá fyrst og fremst um bóksölu á netinu en síðan hefur meira
mynd
18. júní 2020

Fullveldið og lúxushorn heimsins

Það var vel til fundið Jóni G. Haukssyni ritstjóra að fá Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta, til liðs við sig í þætti sínum á Hringbraut sem sendur var út að kvöldi dags, þjóðhátíðardaginn 17. júní. Ólafur Ragnar hefur næman skilning á mikilvægi fullveldisins og því að við Íslendingar getum ráðið málum okkar sjálfir. Þó eru sjálfsagt ekki til meiri alþjóðasinnar en Ólafur Ragnar eða meira
mynd
14. júní 2020

Lífeyrissparnaður einn sá mesti innan OECD

Við Íslendingar fórum þá leið að reka söfnunarsjóðkerfi í kringum lífeyrissjóði okkar en ekki gegnumstreymiskerfi og samkvæmt gögnum OECD nemur lífeyrissparnaður á vegum íslenskra lífeyrissjóða, samtryggingar og séreignar, um 167% af vergri landsframleiðslu (VLF). Það styttist í að við eigum tvöfalda landsframleiðslu í formi lífeyrissparnaðar. Svona fljótt á litið gæti það virkað skynsamlegri leið meira
mynd
11. júní 2020

Sjávarútvegurinn: Þróun eða bylting?

Þegar staða sjávarútvegsins í dag er skoðuð blasir við að margt hefur áunnist og greinin er í dag þungamiðjan í útflutningsgreinum okkar landsmanna. Í kjölfar þess áfalls sem ferðaþjónustan hefir orðið fyrir hefur mikilvægi sjávarútvegsins margfaldast. Um leið er hægt að dáðst að aðlögunarhæfni og sveigjanleika þess kerfis sem við búum við í sjávarútvegi en það virðist ætla að standa af sér þetta meira
mynd
9. júní 2020

Sjálfshjálparbækur í kjölfar niðurlægingarinnar

Það er stundum fróðlegt að grípa niður í atvinnusögu fyrri alda. Hér á Íslandi er hún fábreytt og einkennist af því hve einangrað og harðbýlt landið var áður en nútímasamgöngur komu því í tengsl við umheiminn. Það er stundum sársaukafullt að rifja hana upp. Við lýðveldisstofnunina 1944 var sett upp sögusýning í Menntaskólanum í Reykjavík. Eitt herbergi bar nafnið „Niðurlæging“. Það meira
mynd
5. júní 2020

Fiskveiðiauðlind - í stöðugum vexti

Sjómannadagurinn er framundan og sem fyrr er ástæða til að fagna honum. Vaxandi og bætt nýting sjávarafurða og þar af leiðandi betri umgengni um auðlindina er einn afrakstur þess starfs sem unnið hefur verið innan fiskveiðistjórnunarkerfisins undanfarna áratugi. Hér hefur alloft verið vikið að betri nýtingu hráefnis innan sjávarútvegsins enda má segja að við stöndum fremstir þjóða á meira
mynd
3. júní 2020

Faraldurinn og efnahagurinn

Það eru ekki nema þrír mánuðir liðnir síðan yfir okkur dundi faraldur sem líklega ætlar að hafa einhverjar mestu efnahagslegu afleiðingar sem við sem sjálfstæð þjóð höfum fengið að kynnast. Allt kom þetta okkur og heimsbyggðinni á óvart og meira að segja höfundar vísindaskáldskapar voru teknir í bólinu. Það má gjarnan rifja upp að í öllum þeim vísindahryllum og -tryllum sem pistlahöfundur hefur meira
mynd
1. júní 2020

Nýting íslensks sjávarútvegs sú besta?

Einn mikilsverðasti vitnisburður um ágæti íslenska kvótakerfisins er virðing fyrir hráefninu. Segja má að það sé ein helsta skýring þess að við höfum stöðugt náð meiri verðmætum út úr þeim fiski sem við veiðum enda nauðsynlegt til þess að standa undir auknum kröfum um framlegð og nýtingu hráefnisins. Þessi nýting birtist í fiskvinnslu landsins, hvort sem hún fer fram úti á sjó eða í landi en nýjum meira
mynd
30. maí 2020

Eftirlitið og samkeppnin

Að stunda samkeppnisrekstur getur verið gríðarlega flókið verk en stundum finnst manni að stöðugt færri hafi innsýn í það. Að ætla sér að stýra samkeppni með valdboði er sjálfsagt enn vandasamara verkefni en þó virðast furðu margir áhugasamir um slíkt. Getur þetta haft eitthvað með samsetningu vinnumarkaðar að gera? Er ekki líklegt að eftir því sem fleiri starfa hjá hinu opinbera, því færri meira
mynd
27. maí 2020

Stærðin og hagkvæmnin

Allir vilja hlúa að fíngerðari gangverkum atvinnulífsins og reyndar mannlífsins alls ef svo stendur á. Við viljum sjá sprotana þrífast en hryllir svo við stórfyrirtækjunum sem upp af þeim vaxa. Litlum fyrirtækjum er hampað af öllum en stórfyrirtækin fordæmd. Samt er það svo að stærðin og hagkvæmnin eru hluti af sama peningi. Þetta birtist ekki aðeins í atvinnulífinu, við sjáum það í menningu meira
mynd
25. maí 2020

Einkaframtakið á leið út í geim!

Nú í vikunni verða þau tímamót í geimferðum að SpaceX, fyrirtæki bandaríska frumkvöðulsins Elon Musk, mun fara með bandaríska geimfara til Alþjóðlegu geimferðarstöðvarinnar. Þetta verður í fyrsta sinn síðan 2011 að bandarískum geimförum er skotið á loft frá Bandaríkjunum og þetta verður í fyrsta sinn sem einkarekið geimferðarfyrirtæki flýgur með geimfara á braut umhverfis jörðu. Þetta eru því meira
mynd
23. maí 2020

Forsendur auðsöfnunar

Þegar saga 19. aldarinnar á Íslandi er skoðuð í gegnum ævisögur þeirra sem settu svip sinn á öldina sést glögglega að rómantíkin náði ekki eingöngu til skáldskaparins. Lífið sjálft var klætt rómantískum hugmyndum sem mótuðust af umhverfi og sögu þessara helstu söguhetja 19. aldar Íslandssögu. Þetta birtist ágætlega í ævisögu Jónasar Hallgrímssonar og í baráttu hans og félaga hans í meira
mynd
21. maí 2020

Milljarður til framtíðar

Það er vonandi að sá milljarður króna sem ríkisstjórnin ætlar að verja í framtíðina ávaxtist vel. Í gær kynntu talsmenn stjórnarinnar að hún hefði ákveðið að verja umræddri fjárhæð, fram til ársins 2023, til að styðja við rannsóknir og nýsköpun á samfélagslegum áskorunum. Þetta verður gert í í gegnum áætlun sem ber nafnið, „Markáætlun á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar.“ Þarna meira
mynd
19. maí 2020

Var hlutabótaleiðin gildra?

Var hlutabótaleiðin gildra? Og ef svo er, féllu þá stjórnendur flestra þeirra fyrirtækja sem nýttu hana í gildruna? Það er undarlegt að horfa á umræðu liðinna daga um hlutabótaleiðina sem mjög var lofuð fyrir rúmum tveimur mánuðum, á þeim tíma þegar ráðamenn vonuðu að COVID-19 faraldurinn myndi ganga yfir á til þess að gera stuttum tíma. Á þeim tíma var augljóst að fullkomið tekjufall gat knúið meira