Enginn með glútenóþol í þessu partíi

Það var enginn með glútenóþol sem mætti á Flatey Pizza á dögunum til að fagna útkomu bókarinnar Ég elska þig PIZZA. Að sjálfsögðu var boðið upp á pítsur í þessu glæsiteiti.  

Höfundar bókarinnar, Haukur Már Gestsson og Brynjar Guðjónsson, eru stofnendur staðarins sem hýsti partíið. 

Ég elska þig PIZZA er vegleg bók sem kennir allt um bakstur á ekta pítsum frá Napólí, eins og staðurinn Flatey er frægur fyrir, og hvernig hægt er að baka slíkar pítsur í eldhúsinu heima. Í bókinni er einnig stór kafli um súrdeigsbrauð og uppskriftir að alls kyns brauðum, meðlæti og viðbiti.

mbl.is